Fara í efni

Félagsmálanefnd

23. fundur 30. júlí 2008 kl. 09:48 - 09:48 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 23 Dags : 30.07.2008
 

FUNDARGERÐ

23. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 30. júlí, 2008, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Haukur Júlíusson..
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
 
1. Farið yfir reglur um sérstakar húsaleigubætur í ljósi breyttra aðstæðna, þ.e. hækkun á almennum húsaleigubótum og að ríkið endurgreiðir 60% af sérst. húsaleigubótum.
 
Félagsmálastjóra falið að útbúa drög að breyttum reglum og leggja fyrir næsta fund.
 
2. Jafnréttismál - kynntur Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum.
Talsmaður nefndarinnar í jafnréttismálum tekur að sér að kynna sér efni sáttmálans. Tekið aftur fyrir á næsta fundi.
 
3. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna leikskólagjalda. Sjá trúnaðarbók.
 
4. Umsókn um undanþágu frá búsetuskilyrðum vegna sérstakra húsaleigubóta. Sjá trúnaðarbók.
 
5. Umsókn um áframhaldandi persónulegan ráðgjafa. Sjá trúnaðarbók.
 
6. Umsókn um fjárstyrk vegna ferðaþjónustu. Sjá trúnaðarbók.
 
7. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sálfræðimeðferðar fyrir barn. Sjá trúnaðarbók.
 
8. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sálfræðimeðferðar fyrir barn. Sjá trúnaðarbók.
 
9. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sálfræðimeðferðar fyrir barn. Sjá trúnaðarbók.
 
10. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna náms. Sjá trúnaðarbók.
 
11. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna náms. Sjá trúnaðarbók.
 
12. Umsókn um stuðning á heimili vegna fatlaðs barns. Sjá trúnaðarbók.
 
13. Fyrirspurn v. leyfisveitinga til daggæslu í heimahúsi.
Nefndin getur ekki samþykkt að veita leyfi til aðila sem hvorki hefur menntun til né reynslu af að starfa við umönnun barna
 
14. Lagðar fram afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
 
Fundi slitið 18:19