Fara í efni

Félagsmálanefnd

33. fundur 22. júlí 2009 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 33 Dags : 22.07.2009
33. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar var haldinn miðvikudaginn 22. júlí, 2009, kl. 15:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Kristín Valgarðsdóttir, Haukur Júlíusson.
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
 
Eiríkur Ólafsson staðgengill sveitarstjóra sat fundinn í byrjun.
 
 
1. Eiríkur Ólafsson staðgengill sveitarstjóra setti fundinn og stýrði kosningu formanns og varaformanns.
Í embætti formanns var stungið upp á Hauki Júlíussyni og Kristínu Valgarðsdóttur. Haukur Júlíusson hlaut 1 atkvæði, Kristín Valgarðsdóttir 2 atkvæði. 2 atkvæðaseðlar voru auðir. Kristín telst því réttkjörinn formaður.
 
Stungið var upp á Hauki Júlíussyni í embætti varaformanns. Var hann kjörinn með öllum atkvæðum.
 
Eiríkur Ólafssonvék af fundi. Kristín Valgarðsdóttir tók við fundarstjórn.
 
2. Umræður um stöðu félagsþjónustunnar m.t.t. fjárhagsáætlunar og möguleika á sparnaði. Staðan almennt viðunandi miðað við áætlun nema hvað varðar húsaleigubætur og liðveislu. Nefndin felur félagsmálastjóra að skerða liðveislu þannig að þeir sem hafa haft 20 klst. fái 16 klst., þeir sem hafa haft 12 klst. og njóta sérstakrar liðveislu fái 8 klst. og þeir sem hafa haft 6 klst. fái 5 klst.
 
3. Umsókn um fjárhagsaðstoð v. sálfræðiaðstoðar. Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð v. sálfræðiaðstoðar. Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
5. Umsókn um áframhaldandi fjárhagsaðstoð vegna sálfræðiaðstoðar. Synjað.
Sjá trúnaðarbók.
 
6. Umsókn um áframhaldandi fjárhagsaðstoð vegna sálfræðiaðstoðar. Synjað. Sjá trúnaðarbók.
7. Umsókn um áframhaldandi fjárhagsaðstoð vegna sálfræðiaðstoðar. Synjað. Sjá trúnaðarbók.
 
8. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna náms. Synjað. Sjá trúnaðarbók.
 
9. Umsókn um niðurfellingu skuldar vegna leikskóla og að greidd verði leikskólagjöld. Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
10. Umsókn um niðurfellingu skuldar vegna húsaleigu- og leikskólaskuldar. Synjað. Sjá trúnaðarbók.
 
11. Umsókn um styrk vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
12. Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi
 
13. Önnur mál.
a. Þróunaráætlun fyrir félagsþjónustu 2010. Frestað til næsta fundar.
 
b. Fundartími nefndar. Síðasti miðvikudagur í mánuði kl. 16:00.
 
Fundi slitið kl. 17:45