Fara í efni

Félagsmálanefnd

105. fundur 18. september 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 105 Dags : 18.09.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 18. september 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Birgir Hauksson
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Eygló Egilsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Umsögn um drög að reglugerð um lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög.
Nefndin yfirfór og ræddi drög að reglugerð um lögreglusamþykkt og gerir ekki athugasemdir við þau, en óskar eftir að fá að fylgjast með vinnu við gerð lögreglusamþykktar fyrir svæðið.
2. Umsókn um fjárveitingu til viðbótarlána.
Nefndin leggur til að óskað verði eftir 30 milljón króna framlagi til viðbótarlána á næsta ári.
3. Reglur um niðurgreiðslu til einstæðra foreldra á dagvistun á einkaheimilum. Endurskoðun á skilyrðum.
Farið var yfir reglurnar og samþykkt að breyta lið 2a) sannað það með búsetuvottorði, lið 2 d) Barnið sé á aldrinum 0-6 ára og lið 4. ...Samkvæmt gjaldskrá dagmóður
4. Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi.
Guðlaug Kristín Karlsdóttir og Júlíana Rut Jónsdóttir sækja um leyfi til daggæslu 8 barna í íbúð í Steinkoti 4, Bifröst. Samþykkt að veita þeim leyfið til 1 árs.
5. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
6. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarmálbók. Samþykkt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
7. Lögð fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra.
Hjördís lagði fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra frá 7. ágúst.
8. Hugmyndir í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2002.
Nefndin minnir á tillögur hennar við gerð síðustu fjárhagsáætlunar um niðurgreiðslu til allra foreldra í dagvistum á einkaheimilum.
9. Önnur mál.
1. Rætt um leikskólamál á svæðinu og sérkennslu í leikskólum.
2. Lögð fram kynning á samstarfsáætlun ES (Evrópurútan)
3. Lagt fram boð á málþingið Það læra börn... málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns sem fram fer í Stykkishólmi 21. september.
4. Lögð fram kynning á málþingi um félagsþjónustu og heilsugæslu. Samstarf og framtíðarsýn sem fram fer í Hlégarði Mosfellsbæ þann 25. október 2001. Félagsmálastjóra falið að sækja ráðstefnuna.
Fundi slitið kl. 11.00.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.