Fara í efni

Félagsmálanefnd

111. fundur 29. janúar 2002 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 111 Dags : 29.01.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 29. janúar 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók. Synjað.
2. Umsókn um viðbótarlán
Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að hámarki 1.140 þús. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
3. Umsókn um viðbótarlán
Samþykkt að veita viðkomandi aðilum lán að hámarki 3.167 þús. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
4. Umsókn um viðbótarlán
Samþykkt að veita viðkomandi aðilum lán að hámarki 1.100 þús. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
5. Niðurgreiðsla dagvistarkostnaðar einstæðra foreldra, með börn í vistun annarsstaðar en á leikskólum eða hjá dagmæðrum
Samþykkt að greiða niður dagvistarkostnað einstæðra foreldra samkvæmt sömu reglum og niðurgreiðsla vegna vistunar hjá dagmæðrum.
6. Önnur mál
Barnaverndarmál. Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið kl. 10.15.

Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.