Fara í efni

Félagsmálanefnd

110. fundur 15. janúar 2002 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 110 Dags : 15.01.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 15. janúar 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Hálfdán Helgason
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt að hluta, synjað að hluta.
3. Umsókn um niðurfellingu skuldar við leikskóla
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt að leggja til við bæjarráð að skuldin verði felld niður.
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók.
5. Umsókn um viðbótarlán
Samþykkt viðbótarlán að upphæð 1.400.000. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
6. Skýrsla um innra mat
Lögð fram skýrsla um innra mat á leikskólanum Klettaborg.
7. Sumarlokun á leikskólanum Klettaborg
Nefndin mælist til að ein deild verði opin þó aðrar loki tvær síðustu vikur í júlí. Ef enginn vill nýta þjónustuna þennan tíma er sjálflokað.
8. Erindi frá umboðsmanni barna
Lagt fram erindi frá umboðsmanni barna varðandi aldursmörk þeirra er sækja börn á leikskóla. Ekki talin ástæða til aðgerða í málinu. Leikskólastjórum sent afrit bréfsins.
9. Erindi frá barnaverndarstofu
Erindi frá barnaverndarstofu varðandi neyðarsíma vegna barnaverndarmála. Nefndin telur skyldum sínum fullnægt með því að lögregla hafi neyðarnúmer, en þau ekki opinberlega auglýst.
10. Bréf frá Íbúðalánasjóði
Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði vegna framlags til viðbótarlána árið 2002.
11. Afgreiðslur félagsmálastjóra
Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra.
Önnur mál:
· Kynnt erindi vegna styrkja vegna jafnréttismála.
· Lögð fram kynning á málþingi um fjárhagsaðstoð 1. febrúar n.k.
Fundi slitið kl. 11.50
Hjördís Hjartardóttir,
fundarritari.