Fara í efni

Félagsmálanefnd

121. fundur 15. október 2002 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 121 Dags : 15.10.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 15. október 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.3o.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Steinunn Baldursdóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
Eygló Lind Egilsdóttir
Guðrún Vala Elísdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
1. Umsókn um viðbótarlán.
Synjað (fært í trúnaðarmálabók).
Staðfest afgreiðsla símafundar frá 8. október s.l.
 
2. Umsókn um viðbótarlán.
Samþykkt, gildir í fjóra mánuði.
Fært í trúnaðarmálabók.
 
3. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt (skráð í trúnaðarmálabók).
 
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Synjað (skráð í trúnaðarmálabók).
 
5. Fjárhagsáætlun næsta árs, lausleg kynning á nýjum aðferðum.
Félagsmálanefnd vill ítreka tillögur fyrri félagsmálanefndar varðandi niðurgreiðslur á dagvistun fyrir alla hjá dagmæðrum.
 
6. Tilnefning 3ja fulltrúa og 3ja til vara í sameiginlega barnaverndarnefnd fyrir Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðu og Skorradalshrepp.
Nefndin tilnefnir Sigrúnu Símonardóttur, Eygló Lind Egilsdóttur og Guðrúnu Völu Elísdóttur sem aðalfulltrúa og til vara Ingveldi Ingibergsdóttur, Steinunni Baldursdóttur og Kristínu Valgarðsdóttur.
 
7. Önnur mál.
a) Námskeið um jafnréttisstarf sveitarfélaga á vegum Jafnréttisstofu, haldið í Borgarnesi 16. október.
Félagsmálastjóri sækir námskeiðið.
b) Félagsmálanefnd tilnefnir Guðrúnu Völu Elísdóttur sem sérstakan fulltrúa nefndarinnar í jafnréttismálum skv. gildandi jafnréttisáætlun.
c) Landsfundur jafnréttisnefnda haldinn í Hafnarfirði 8. og 9. nóvember n.k.
Dagskrá ekki komin.
 

Fundi slitið kl. 11.15
 
Guðrún Vala Elísdóttir
fundarritari.