Fara í efni

Félagsmálanefnd

122. fundur 29. október 2002 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 122 Dags : 29.10.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 29. október 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.3o.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Steinunn Baldursdóttir
varafulltrúi:Sveinbjörg Stefánsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
1. Umsókn um viðbótarlán.
Samþykkt lán að upphæð kr. 2.000.000,- (sjá trúnaðarmálabók).
 
2. Erindi frá Íbúðalánasjóði varðandi eftirgjöf á lánsloforði vegna viðbótarlána.
Samþykkt að gefa eftir 7,5 milljónir af lánsloforði vegna viðbótarlána.
 
3. Sagt frá námskeiðinu "Jafnt er betra".
Umræður um framkvæmd jafnréttismála. Varpað fram hugmynd um að félagsmálastjóri verði með stutta fundi eða námskeið á stofnunum sveitarfélagsins.
 
4. Önnur mál.
Rætt um starfsáætlun í tengslum við fjárhagsáætlun.

Fundi slitið kl. 11.oo
Hjördís Hjartardóttir
fundarritari.