Fara í efni

Félagsmálanefnd

128. fundur 04. febrúar 2003 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 128 Dags : 04.02.2003
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 4. febrúar 2003 kl. 9.3o að Borgarbraut 11.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Ingiveldur Ingibergsdóttir
Guðrún Vala Elísdóttir
Eygló Lind Egilsdóttir
varafulltrúi: Hjörtur Árnason
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
1. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt (skráð í trúnaðarmálabók).
 
2. Umsókn um viðbótarlán.
Samþykkt (gildir í fjóra mánuði).
 
3. Fimm umsóknir um liðveislu.
Samþykktar (skráð í trúnaðarmálabók).
 
4. Umræður um ársskýrslu fyrir árið 2002.
Fram kemur í ársskýrslu að tvöföldun varð á umsóknum um fjárhagsaðstoð á síðasta ári. Þeim sem þáðu fjárhagsaðstoð fjölgaði jafnframt um helming. Nefndin lýsir áhyggjum sínum yfir þessari þróun á tímum vaxandi atvinnuleysis. Ennfremur má sjá í skýrslunni fjölgun á umsóknum um húsaleigubætur úr 40 árið 2000 í 80 árið 2001 og 121 árið 2002.
Nefndin þakkar félagsmálastjóra fyrir góða skýrslu.
 
5. Lögð fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
6. Önnur mál.
a) Lögð fram þriggja ára áætlun, 2004, 2005 og 2006. Engar breytingar eru fyrirsjáanlegar í félagsþjónustunni.
b) Lagt fram bréf frá íbúðalánasjóði um afgreiðslu á viðbótarlánaheimild.
Samþykkt að veita bæjarstjórn Borgarbyggðar lánsheimild að fjárhæð kr. 25.000.000,-.
Fundi slitið kl. 10.55
Guðrún Vala Elísdóttir
fundarritari.