Fara í efni

Félagsmálanefnd

163. fundur 06. júní 2005 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 163 Dags : 06.06.2005
163. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn mánudaginn 6. júní 2005, kl. 09.30 að Borgarbraut 11. Mættar: Sigrún Símonardóttir, Kristín Valgarðsdóttir, Ingveldur Ingibergsdóttir, Eygló Egilsdóttir og Guðrún Vala Elísdóttir, auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttirfélagsmálastjóri.
 1. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðra. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók
 1. Umsókn um ferðaþjónustu. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
 1. Umsókn um stuðningsaðila/liðveislu. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
 1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Hafnað, skráð í trúnaðarmálabók.
 1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
 1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
 1. Umsókn um stuðningsfjölskyldu. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
 1. Umsókn um leyfi til daggæslu á einkaheimili. Guðrún Kristjánsdóttir kt. 020151-2269, Ferjubakka. Samþykkt frá 1. maí til 1 árs.
 1. Umsókn um niðurfelllingu á innheimtu gjalds fyrir félagslega heimaþjónustu. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
 1. Umsögn um drög að lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð og Hvítársíðuhrepp. Nefndin leggur til að 29. grein verði breytt þannig að nektardans verið óheimill í Borgarbyggð.
 1. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 1. Jafnréttismál, rætt um jafnréttisáætlun Borgarbyggðar og framkvæmd á kynningu á henni innan stofnana sveitarfélagsins. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar frá launafulltrúa, um hvort nýlegt starfsmat hafi haft í för með sér leiðréttingar á kjörum starfsfólks, sér í lagi kvenna.
 1. Á fundinn mætti Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri og færði Sigrúnu Símonardóttur blóm og þakkaði henni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins síðustu áratugina. Sigrún hefur látið af störfum og er að flytja til Reykjavíkur. Var henni jafnframt færð þessi vísa frá bæjarstjórn Borgarbyggðar:
Nú nýturðu frelsis og frí alla daga
fegurðar nýtur í Breiðholtsþingum.
Farsælum störfum skal haldið til haga
með hjartans þökk frá Borgnesingum.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 12:00
Guðrún Vala Elísdóttir ritaði fundargerð