Fara í efni

Félagsmálanefnd

1. fundur 06. júlí 2006 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 1 Dags : 06.07.2006
1. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar, haldinn fimmtudaginn 6. júlí, 2006, kl. 9:00 að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir og Haukur Júlíusson.
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
 
1. Eiríkur Ólafsson staðgengill sveitarstjóra setti fundinn og stýrði kosningu í embætti
Kristín Valgarðsdóttir var kjörin formaður.
Ingibjörg Daníelsdóttir var kjörin varaformaður.
Guðbjörg Sigurðardóttir var kjörin ritari.
 
2. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðra
Samþykkt sjá trúnaðarmálabók.
 
3. Umsókn um stuðning inn á heimili og ferðaþjónustu
Samþykkt sjá trúnaðarmálabók.
 
4. Lagt fram erindi frá Skorradalshreppi með ósk um endurskoðun á samningi um sameiginlega félagsmálanefnd
Nefndin tekur jákvætt í erindi um félagsþjónustu við Skorradalshrepp.
Nefndin telur að fulltrúi Skorradalshrepps geti, ef þess er óskað, tekið sæti í nefndinni þegar málefni íbúa Skorradalshrepps eru til umfjöllunar.
 
5. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra.
 
6. Önnur mál:
Ákveðið að fastur fundartími nefndarinnar verði 2. miðvikudag í mánuði kl. 16:00.
 
Fundi slitið kl. 10:50
 
Hjördís Hjartardóttir ritaði fundargerð