Fara í efni

Félagsmálanefnd

3. fundur 13. september 2006 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 3 Dags : 13.09.2006
3. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 13. september, 2006, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Haukur Júlíusson, Guðbjörg Sigurðardóttir
og Svava Kristjánsdóttir.
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
 
1. Lögð fram tillaga að reglum um fjárhagsaðstoð.
Nefndin samþykkir tillögur um reglur fjárhagsaðstoðar.
 
2. Lögð fram tillaga að reglum um sérstakar húsaleigubætur.
Nefndin samþykkir tillögur um reglur um sérstakar húsaleigubætur.
 
3. Lögð fram tillaga að reglum um liðveislu.
Nefndin samþykkir tillögur að reglum um liðveislu.
 
4. Lögð fram tillaga starfshóps að framkvæmdaáætlun vegna þjónustu við aldraða.
Tillaga samþykkt og verður send Byggðarráði.
 
5. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
Dröfn Traustadóttir, kt. 040970-4289, Laufási.
Samþykkt að veita bráðabirgðaleyfi skv. 15. gr. reglugerðar 907/2005 til daggæslu í heimahúsi.
Leyfið gildir fyrir 4 börn.
 
6. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
Margrét Helga Guðmundsdóttir, kt. 251173-3709, Hvanneyri.
Samþykkt að veita bráðabirgðaleyfi skv. 15. gr. reglugerðar 907/2005 til daggæslu í heimahúsi.
Leyfið gildir fyrir 4 börn.
 
7. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
Elísabet Hildur Haraldsdóttir, kt. 201180-2959, Hvanneyri.
Samþykkt að veita bráðabirgðaleyfi skv. 15. gr. reglugerðar 907/2005 til daggæslu í heimahúsi.
Leyfið gildir fyrir 4 börn.
 
8. Umsókn um áframhaldandi leyfi til dagvistunar á einkaheimili eftir flutning í nýtt húsnæði.
Jóhanna Sigurðardóttir, kt. 010662-5599, Þórunnargötu 6.
Samþykkt að áður útgefið leyfi til daggæslu, sem gildir til 1. júní 2007, gildi í nýju húsnæði.
 
9. Lagt fram erindi byggðaráðs dags. 18. ágúst sl. vegna óskar Dalabyggðar um
áframhaldandi samstarf í barnaverndarmálum.
Nefndin telur að miðað við núverandi starfsmannahald og ærin verkefni þá sjái hún sér ekki fært
að sinna þjónustu utan sveitarfélagsins. Nefndin telur að reynslan af samstarfi í barnaverndarmálum
á síðasta kjörtímabili gefi ekki tilefni til að sækjast eftir áframhaldandi samstarfi.
 
10. Lagt fram erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem farið er fram á þátttöku
sveitarfélagsins í kostnaði vegna sumardvala fatlaðra barna í Reykjadal.
Samþykkt
 
11. Umsókn um liðveislu og ferðaþjónustu vegna fatlaðs barns.
Skráð í trúnaðarbók.
 
12. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Skráð í trúnaðarbók.
 
13. Umsókn um stuðningsfjölskyldu.
Skráð í trúnaðarbók.
 
14. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna tekjutaps vegna veikinda barns.
Skráð í trúnaðarbók.
 
15. Umsókn um að fellt verði niður gjald vegna heimilishjálpar.
Skráð í trúnaðarbók.
 
16. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
17. Önnur mál.
Lagt fram fundarboð frá jafnréttisnefnd sveitarfélaga að Hótel Örk 21-22 sept.
 
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 19.05