Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

6. fundur 01. nóvember 2006 kl. 12:44 - 12:44 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 6 Dags : 01.11.2006
Aukafundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar í Ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 1. nóv. 2006
kl. 15.00
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson,Ari Björnsson,Ásdís Helga Bjarnadóttir,Sigríður Bjarnadóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
 
Dagskrá:
 
  1. Fjárhagsáætlun 2007
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi lagði fram drög af fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn.
Nefndin leggur til að um áramót hækki gjaldskrá íþróttamiðstöðva og var íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að leggja fram tillögu að hækkun til byggðaráðs.
Tómstundanefnd leggur til við byggðaráð að auknu fjármagni verði varið til eflingar starfsemi félagsmiðstöðva í sveitarfélaginu, bæta þarf við einu stöðugildi í félagsmiðstöðinni Óðal og jafnframt að koma af stað starfsemi félagsmiðstöðva á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum.
Fjárveiting til leikjanámskeiða hækki svo hægt verði að bjóða upp á leikjanámskeið í samvinnu við ungmennafélögin í sveitarfélaginu öllu.
Fram kom að full þörf er á að vera með starfsmenn af báðum kynjum í íþróttamiðstöðinni Varmalandi og Kleppjárnreykjum í fullu starfi til að uppfylla öryggis- og þjónustukröfur.
  1. Akstursstyrkir – endurskoðun á reglum.
Farið var yfir reglur varðandi akstursstyrki í dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar í Borgarbyggð.
Nefndin leggur til að akstursreglur þessar gildi áfram í nýju sameinuðu sveitarfélagi og gert verði ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsramma málaflokksins. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa var falið að fara yfir samninginn og aðlaga hann breyttum forsendum eftir sameiningu.
 
  1. Beinir styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála
Rætt um beina styrki til íþrótta- og æskulýðsmála.
 
  1. Forgangsröðun íþróttamannvirkja sveitarfélagsins
Rætt var um forgangsröðun varðandi framkvæmdir á íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu. Samþykkt að nefndin leggi fram minnisblað til byggðaráðs varðandi áherslur í málaflokknum.
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.00
Indriði Jósafatsson
(sign)