Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

79. fundur 03. maí 2001 kl. 17:20 - 17:20 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 79 Dags : 03.05.2001
79. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11, 3. maí 2001 kl. 17:15.
Mættir voru:
Helga Halldórsdóttir
Anna Ingadóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Sigríður Leifsdóttir
Ragna Sverrisdóttir, varafulltrúi
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá:
1. Bréf frá B.B.O.N.
Framlagt bréf frá Brunavörnum Borgarness og nágrennis vegna náttfataballs sem haldið var í Félagsmiðstöðinni Óðal 6. apríl sl. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að svara bréfinu og var svarbréf hans framlagt.
2. Bréf frá Brunamálastofnun ríkisins
Framlagt bréf frá Brunamálastofnun ríkisins vegna úttektar á brunamálum Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Tómstundanefnd vísar bréfinu til Byggingafulltrúa Borgarbyggðar með tilliti til síðustu úttektar á íþróttamannvirkjum.
2. Ráðningar í afleysingastörf sumarsins
a) Afleysingar í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
Átta gildar umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með eftirtöldum í störfin. Guðbjörgu Thelmu Traustadóttur, Borgarvík 6, Ólöfu Bjarnadóttur, Gunnlaugsgötu 7, Davíð Guðmundssyni, Mávakletti 4 og Orra Sv. Jónssyni, Arnarkletti 16.
b) Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Sex gildar umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með eftirtöldum í störfin. Ester Magnúsdóttur, Kveldúlfsgötu 26, Guðrúnu Ástu Völundardóttur, Fálkakletti 8, Halldóru Hörpu Ómarsdóttur, Borgarbraut 3, Heiðu Fjeldsted, Ferjukoti og Írisi Reynisdóttur, Leirulækjarseli II.
3. Verðhækkanir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
Tómstundanefnd mælir með 8-10% hækkun á verðskrá Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi vegna almennra verðlagshækkana. (Sjá fylgiskjal)
4. Önnur mál
a) Umræður um möguleika á auknu samstarfi UMSB og Skallagríms.
b) Kynnt voru drög að stundaskrá íþrótta- og tómstundaskóla
c) Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti niðurstöður úr skoðanakönnun sem lögð var fyrir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í mars 2001, til dæmis varðandi hreinlæti, aðstöðu og þjónustu. Tómstundanefnd er ánægð með niðurstöður.
d) Framkvæmdir í Félagsmiðstöðinni Óðal. Verið er að vinna að inngangi fyrir fatlaða, nýrri eldhúsinnréttingu og að brunavörnum.
e) Framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tómstundanefnd lýsir ánægju sinni yfir velheppnuðum endurbótum í sundklefum.
f) Kynntur fundur sem haldinn verður í félagsmiðstöð eldri unglinga í kvöld þar sem fulltrúar Hins hússins kynna starfsemi sína.
g) Framlagt bréf frá Menntamálaráðuneytinu vegna Norrænu æskulýðsnefndarinnar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 19.30
Anna Ingadóttir, fundarritari