Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

9. fundur 18. janúar 2007 kl. 08:09 - 08:09 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 9 Dags : 18.01.2007
9. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar í Ráðhúsi Borgarbyggðar fimmtudaginn 18. jan. 2007 kl. 16.30
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:
Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigmar Gunnarsson
Hólmfríður Sveinsdóttir
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
 
  1. Erindi frá Ungmennafélagi Reykdæla þar sem óskað er eftir stuðningi við framkvæmdir við Félagsheimilið Logalandi.
Tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið.
 
  1. Starfið í Mími ungmennahúsi Kveldúlfsgötu.
Ákveðið að tómstundanefnd fundi næst í Mími og húsráð ungmennahússins mæti á þann fund.
 
  1. Íþróttamaður Borgarbyggðar 2006
 
Tilnefnd eru:
Frjálsar íþróttir
Lára Lárusdóttir – Umf. Íslendingur
Bergþór Jóhannesson – Umf. Stafholtstungna
Tómstundanefnd velur Bergþór Jóhannesson frjálsíþróttamann ársins.
Hestamennska
Grettir Börkur Guðmundsson – Hestamannafél. Skuggi
Flosi Ólafsson – Hestamannafél. Faxi
Guðmundur Margeir Skúlason - Hestamannafél. Snæfellingi
Tómstundanefnd velur Flosa Ólafsson hestamann ársins.
Sund
Davíð Guðmundsson Umf. Íslendingur
Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir - Umf. Skallagrím
Tómstundanefnd velur Þorkötlu D. Þórarinsdóttur sundmann ársins.
Blak
Hafdís Rut Pétursdóttir er blakmaður ársins.
Badminton
Trausti Eiríksson – Umf. Skallagrím er badmintonmaður ársins.
Körfuknattleikur
Pétur Már Sigurðsson – Umf. Skallagrím
Einar Ólafsson – Umf. Reykdæla
Tómstundanefnd velur Pétur Má Sigurðsson körfuknattleiksmann ársins.
Knattspyrna
Dagur Sigurðsson – Umf. Skallagrím
Andrés Kristjánsson – Umf. Íslendingur
Tómstundanefnd velur Dag Sigurðsson knattspyrnumann ársins.
Golf
Ómar Örn Ragnarssoner golfari ársins.
Úr þessum ágætu tilnefningum útnefndi tómstundanefnd Pétur Má Sigurðsson Íþróttamann Borgarbyggðar árið 2006
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi vék af fundi á meðan þessi liður á fundinum var ræddur.
 
Ákveðið var að heiðra landsliðsfólk sem valið var í landslið á síðasta ári.
Hugrún Eva Valdimarsdóttir – U16 ára unglingalandslið í körfuknattleik.
Trausti Eiríksson - U16 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.
Sigurður Þórarinsson - U16 ára unglingalandslið í körfuknattleik.
Einar Ólafsson – U16 ára unglingalandslið í körfuknattleik.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – U18 ára landslið í körfuknattleik.
Guðrún Ósk Ámundadóttir – U18 ára landslið í körfuknattleik.
Heiðar Lind Hansson - U20 ára landslið í körfuknattleik.
Adolf Hannesson – U20 ára landslið í körfuknattleik.
Axel Kárason - A landslið karla í körfuknattleik.
Flosi Ólafsson – Landslið unglinga í hestaíþróttum.
Sigríður Hrefna Jónsdóttir – unglingalandsliðssæti í brids.
Tinna Kristín Finnbogadóttir – unglingalandsliðssæti í skák.
 
Aðrar viðurkenningar
Tómstundanefnd ákvað að veita viðurkenningu fyrir skák og brids sem ungmenni í Borgarbyggð hafa náð mjög góðum árangri í á liðnu ári. Viðurkenningu hlutu þau Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhann Óli Eiðsson fyrir árangur í skák og Sigríður Hrefna Jónsdóttir fyrir brids. Skák og brids eru ekki innan vébanda ÍSÍ og því eru þessir íþróttamenn ekki gjaldgengir til tilnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar s.k. reglum þar um en vel að viðurkenningu fyrir íþrótt sína og árangur komin.
Tómstundanefnd ákvað að veita Vali Ingimundarsyni þjálfara meistaraflokks körfuknattleiksdeildar Skallagríms viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála.
Tómstundanefnd ákvað að veita Írisi Ingu Grönfeldt viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála.
 
Ákveðið var að veita Guðrúnu Daníelsdóttur og Erlu Kristjánsdóttur viðurkenningu fyrir frábær leiðbeinendastörf í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi undanfarin ár.
 
Ákveðið var að veita Sigurði Þórarinssyni starfsmanni íþróttamiðstöðvarinnar viðurkenningu við sama tækifæri en síðasta haust hafði hann unnið í íþróttamiðstöðinni samfellt í 20 ár.
 
  1. Erindi frá Knattspyrnudeild Skallagríms vegna Faxaflóamóts
Tekið var jákvætt í erindið. Formanni tómstundanefndar falið að vinna að málinu.
 
  1. Gestatölur í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti gestatölur í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi á síðasta ári.
Um 146 þúsunds gestir komu í mannvirkið.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00
Indriði Jósafatsson
(sign)