Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

10. fundur 01. febrúar 2007 kl. 10:01 - 10:01 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 10 Dags : 01.02.2007
FUNDARGERÐ
10. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn 1. feb. 2007 kl. 16.30 í Mími ungmennahúsi.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson, Ari Björnsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir.
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi: Indriði Jósafatsson
Fulltrúar frá Mími ungmennahúsi: Svanberg Rúnarsson og Guðmundur Skúli Halldórsson
 
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
  1. Heimsókn í Mími ungmennahús
Aðstaða í Mími ungmennahúsi skoðuð. Óskuðu fulltrúar Mímis eftir stærra húsnæði fyrir starfsemina og að aftur yrði ráðin starfsmaður í húsið. Skoðuðu tómstundanefndarfulltrúar í leiðinni húsnæði fjöliðjunnar.
 
  1. Ungt fólk 2006
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti nýjar niðurstöður Rannsóknar og greiningar á rannsókn þeirra á högum unglinga í 9. – 10. bekk á síðasta ári.
 
  1. Samskipti Borgarbyggðar við ungmennafélög og héraðssamband þeirra í sveitarfélaginu.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram yfirlit yfir beina styrki til félaga og deilda síðasta árs.
Nefndin felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni tómstundanefndar að vinna áfram að hugmyndum sem ræddar voru.
 
  1. Framlögð verkefnaskrá og aðgerðaráætlun frá meirihluta sveitarstjórnar fyrir árið 2007
Formaður kynnti verkefnaskránna.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00
IndriðiJósafatsson
(sign)