Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 10
Dags : 01.02.2007
Indriði Jósafatsson
FUNDARGERÐ
10. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn 1. feb. 2007 kl. 16.30 í Mími ungmennahúsi.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson, Ari Björnsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi: Indriði Jósafatsson
Fulltrúar frá Mími ungmennahúsi: Svanberg Rúnarsson og Guðmundur Skúli Halldórsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
- Heimsókn í Mími ungmennahús
Aðstaða í Mími ungmennahúsi skoðuð. Óskuðu fulltrúar Mímis eftir stærra húsnæði fyrir starfsemina og að aftur yrði ráðin starfsmaður í húsið. Skoðuðu tómstundanefndarfulltrúar í leiðinni húsnæði fjöliðjunnar.
- Ungt fólk 2006
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti nýjar niðurstöður Rannsóknar og greiningar á rannsókn þeirra á högum unglinga í 9. – 10. bekk á síðasta ári.
- Samskipti Borgarbyggðar við ungmennafélög og héraðssamband þeirra í sveitarfélaginu.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram yfirlit yfir beina styrki til félaga og deilda síðasta árs.
Nefndin felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni tómstundanefndar að vinna áfram að hugmyndum sem ræddar voru.
- Framlögð verkefnaskrá og aðgerðaráætlun frá meirihluta sveitarstjórnar fyrir árið 2007
Formaður kynnti verkefnaskránna.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00
(sign)