Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

12. fundur 02. maí 2007 kl. 18:56 - 18:56 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 12 Dags : 02.05.2007
FUNDARGERÐ
12. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn 2. maí 2007 kl. 16.30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:
Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Sveinsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:
Indriði Jósafatsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
1. Sumarið 2007.
Rætt var um sumarbækling, afleysingar starfsfólks og opnunartíma sundlauga í sveitarfélaginu.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu mála.
2. Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar.
Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar lögð fram og kynnt.
Tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar.
3. Stefna Borgarbyggðar í málefnum innflytjenda.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kynnti málið en hann sat í vinnuhóp sem fór yfir þessi mál.
Mikilvægt er að upplýsingar um íþrótta- og æskulýðsmál berist til nýbúa og þá sérstaklega fjölskyldufólks og gera þarf ráð fyrir að mikilvægar upplýsingar séu að hluta til einnig á ensku og jafnvel öðru tungumáli til.
4. Skólastefna Borgarbyggðar.
Skólastefna Borgarbyggðar lögð fram. Tómstundanefnd mælir með að í skólastefnu sé lögð aukin áhersla á hreyfingu nemenda líkt og tekist hefur svo vel í Varmalandsskóla í vetur en þar er hreyfing fastur liður í stundaskrá allra bekkja fimm daga vikunnar.
5. Umsóknir um starf í Óðali.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að starfslýsingu fyrir starfið.
Tvær umsóknir liggja fyrir um starfið. Tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að farið verði að tillögu íþrótta og æskulýðsfulltrúa varðandi ráðningu í starfið.
Ákveðið að næsti fundur tómstundanefndar verði fimmtudaginn 31. maí n.k. kl.16:30.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00
Indriði Jósafatsson
(sign)