Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

13. fundur 31. maí 2007 kl. 18:50 - 18:50 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 13 Dags : 31.05.2007
FUNDARGERÐ
13. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn 31. maí 2007 kl. 16.30 í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Sveinsdóttir boðaði forföll.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi: Indriði Jósafatsson
 
 
Formaður setti fund.
 
1. Íþróttamiðstöðin Borgarnesi.
Mannvirkið skoðað. Farið var yfir stöðu viðhalds og öryggismála mannvirkisins.
 
2. Sumarið 2007.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram nýútkomin bækling um sumarstörf barna og unglinga í sveitarfélaginu. Tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með bæklinginn, efnistök og útlit.
Rætt um að gefa út samskonar bækling fyrir komandi vetur.
 
3. Öryggismál sundlauga – Erindi frá byggðaráði.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kynnti hvað er verið að gera til að bæta enn frekar gæslu á sundstöðum sveitarfélagsins. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu og skila tillögum til tómstundanefndar fyrir næsta fund tómstundanefndar sem verður í lok júnímánaðar.
 
4. Eldri borgara- og Ungmennaráð – Erindi frá sveitarstjórn.
Tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að skipaður verði starfshópur sem samastandi af félagsmálastjóra, fræðslustjóra og íþrótta og æskulýðsfulltrúa sem geri tillögu að reglum og starfsháttum Eldriborgararáðs og Ungmennaráðs.
 
5. Ný æskulýðslög frá Alþingi.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram samþykkt æskulýðslög nr.70/2007 frá Alþingi til kynningar.
 
6. Úthlutun styrkja vegna íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfsemi í Borgarbyggð 2007.
Alls bárust 9 umsóknir.
Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs.
 
Ungmennafélagið Dagrenning....................................................kr. 50.000
Ungmennafélagið Íslendingur.....................................................kr. 300.000
Ungmennafélag Reykdæla..........................................................kr.400.000
Ungmennafélagið Skallagrímur...................................................kr.2.100.000
Hestamannafélagið Faxi..............................................................kr. 100.000
Golfklúbbur Borgarness..............................................................kr. 125.000
Skátafélag Borgarness.................................................................kr. 125.000
Nemendafélag Grunnskóla Borgarness.......................................kr.50.000
Húsráð Mími ungmennahúss.......................................................kr. 50.000
 
Samtals er því mælt með að 3.300.000,- verði veittar í þessa styrki á þessu ári.
Tómstundanefnd vill vekja athygli á því við Byggðaráð að styrkir til íþrótta og æskulýðsmála þurfi að hækka, það starf sem unnið er í félögum og deildum sem að æskulýðsstarfi koma verður seint fullþakkað og því er mikilvægt að aðkoma sveitarfélagsins sé með þeim hætti að sómi sé að.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.45
IndriðiJósafatsson
(sign)