Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 15
Dags : 25.09.2007
Indriði Jósafatsson
Vinnufundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 25. sept. 2007 kl. 16.00 að Hótel Hamri.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Sigríður Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi: Indriði Jósafatsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
1. Erindi – Staðardagskrá 21
Erindi frá umhverfisfulltrúa lagt fram til kynningar.
2. Starfsáætlun 2008
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að Starfáætlun 2008. Nefndin fór yfir áætlunina og samþykkti hana með áorðnum breytingum.
3. Vatnsleiktækjagarður fyrir 1-5 ára við Íþróttamiðstöðina Borgarnesi
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti í máli og myndum þá hugmyndavinnu sem hann í samvinnu við framkvæmdasvið og fleiri aðila hafa verið að vinna að varðandi vatnsleiktækjagarð á sundlaugarsvæðið við Íþróttamiðstöðina Borgarnesi.
Tómstundanefnd leggur til að vatnaleikgarður við Íþróttamiðstöðina Borgarnesi verði settur upp í vor 2008 og að hann verði tilbúinn í júní þegar aðalferðamannatíminn hefst.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00
(sign)