Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

81. fundur 12. júlí 2001 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 81 Dags : 12.07.2001
81. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11.
12. júlí 2001 kl. 17:00.
Mætt voru:
Helga Halldórsdóttir
Ragna Sverrisdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Sigríður Leifsdóttir
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Dagskrá:
1. Staða mála
Indriði kynnti stöðu mála í tómstunda og æskulýðsmálum þessa dagana.
Umræða var um að útleiga á Félagsmiðstöðinni Óðal samræmdist ekki alltaf vímuvarnarstefnu Borgarbyggðar.
2. Vinarbæjartengls
Indriði rifjaði upp vorferð 10. bekkjar til Svíþjóðar með vinarbæjartengsl í huga.
Benti hann á mikilvægi þess að flétta samskiptum unglinga inn í vinarbæjartengslin með skipulögðum hætti.
3. Græna kortið
Farið var yfir drög að reglugerð græna kortsins sem felur í sér aðgang ellilífeyrisþega og öryrkja í sundlaugar og þreksali innan sveitarfélaga.
Kortið verði einnig notað fyrir meistaraflokksmenn s.k. æfingalista þar um. ( sjá greinargerð )
Tillaga þessi verður lögð fyrir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á landsvísu, en áhugi hefur verið þar á að samhæfa þessa hluti á landsvísu en Indriði Jósafatsson er formaður Félags íþrótta- tómstunda og æskulýðsfulltrúa á Íslandi frá því í vor.
4. Skýrsla starfshóps um fíkniefnafræðslu og forvarnir Samtaka Sveitarfélaga framlögð.
5. Félagsmiðstöðin.
Auglýsa þarf starf í Félagsmiðstöðinni Óðal, en starfsmenn síðast liðinna ára Margrét Gísladóttir og Íris Reynisdóttir eru að fara í nám, og eru þeim þökkuð frábær störf í Félagsmiðstöðinni Óðali og Vinnuskóla Borgarbyggðar.
6. Íþrótta- og tómstundaskóli
Framlögð drög að starfi Íþrótta- og tómstundaskóla.
7. Önnur mál
· Bréf frá Badmintondeild Skallagríms um styrk vegna keppnisferðar til Danmerkur.
Samkvæmt reglum Borgarbyggðar um styrkveitingar vegna íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfsemi eru ekki veittir styrkir til einstakra deilda innan félaga.
Aðalstjórn Skallagríms hefur fengið styrkveitingu frá Borgarbyggð skv. umsókn þar um og mælir tómstundanefnd með að beiðni badmintondeildar verði hafnað með vísan í 5. grein úthlutunarreglna.
· Lögð fram drög að úthlutunarreglum styrkja vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð.
Tómstundanefnd mælir með drögunum.
· Indriði lagði fram stutta skýrslu um Búnaðarbankamótið í máli og myndum og sagði frá vandamálum sem þá komu upp varðandi umferðamál, bílastæðamál, tjaldstæðamál, búningsklefa og fólksfjölda á svæðinu. Að öðru leyti gekk mótið vel fyrir sig og var knattspyrnudeild og öðrum þeim sem að komu til sóma.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 19:30
Sigríður Leifsdóttir,
fundarritari.