Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 20
Dags : 27.03.2008
Indriði Jósafatsson
FUNDARGERÐ
20. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 27. mars. 2008 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
1. Forvarnarmál.
Á fundinn mætti Hanna Sigríður Kjartansdóttir
forvarnarfulltrúiogkynnti stöðu mála varðandiforvarnarmál
íBorgarbyggð.
2. Erindi frá Heilsulindasamtökum Íslands þar sem
Borgarbyggð er boðin aðild að samtökunum.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti verkefnið. Samþykkt að
tómstundanefnd kynni sér málið betur.
3. Húsnæði ungmennahússins Mímis.
Staða mála rædd. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni
nefndarinnar falið að vinna að því aðungmennahúsið Mímir verði
áfram á núverandi stað.
4. Sumarstarf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar.
Íþrótt-a og æskulýðsfulltrúi fór yfir hugmyndir að opnun
íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð sumarið 2008.Tómstundanefnd fól
íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að undirbúa "Jónsmessuhátíð" í
sundlauginni íBorgarnesi þriðjudaginn 24. júní n.k.
5. Staða mála í tómstundamálum– Niðurstöður síðasta árs.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála og kynnti þá vinnu
sem hefur átt sér stað undanfarið viðað skilgreina rekstur
málaflokksins niður á einstaka mánuði.
Einnig kynnti Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi stöðu mála varðandi
rekstrarniðurstöðu málaflokksins á árinu2007.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og
verkefni á árinu 2008.
6. Önnur mál.
Formanni og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að undirbúa fund
tómstundanefndar með formönnumungmenna og íþróttafélaga í
Borgarbyggð sem haldinn verði í apríl.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.19.15
(sign)