Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

82. fundur 23. ágúst 2001 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 82 Dags : 23.08.2001
82. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11, 23. ágúst 2001 kl. 17:00.
Mætt voru:
Helga Halldórsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Ragna Sverrisdóttir, varafulltrúi
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Ásthildur Magnúsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs

Dagskrá:
1. Ráðning starfsmanns í félagsmiðstöðina Óðal
Þrjár gildar umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með Sigurbirni Guðmundssyni í starfið.
2. Vetrarstarf í íþróttamiðstöð
Indriði kynnti það helsta sem er á döfinni næstu vikur. Nánari kynning verður síðar.
3. Önnur mál
· Ásthildur kynnti fyrirhugað starf tómstundaskóla Borgarbyggðar. Áætlað er að senda bréf um starfsemina til foreldra/forráðamanna nemenda í 1. - 4. bekk sem fyrst.
· Framlögð skýrsla, ásamt kveðjum, frá Hilmari Arasyni vegna Svíþjóðarferðar 10.bekkja sem farin var í vor.
· Rætt um málefni Skallagríms. Tómstundanefnd leggur til að Borgarbyggð hafi forgöngu um að boða til fundar með stjórn Skallagríms og forsvarsmönnum deilda. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að boða til fundarins.
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 18:02
Lilja Ólafsdóttir,
fundarritari.