Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

6. fundur 13. desember 2010 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 6 Dags : 13.12.2010
Fundargerð
Tómstundanefnd Borgarbyggðar 6. fundur
13. des. 2010 í ráðhúsi Borgarbyggðar

Mánudaginn 13. des. 2010 kom tómstundanefnd Borgarbyggðar saman til fundar kl. 16:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
 
Mætt voru: Eiríkur Jónsson formaður, Hjalti R. Benediktsson, Anna Berg Samúelsdóttir, og Stefán Ingi Ólafsson. Fjarvistir tilkynnti María Júlía Jónsdóttir, auk varamanns.
 
Sveitarstjóri Páll Brynjarsson boðaði forföll fundinn, hafði áður boðað komu undir 3ja lið.
Dagskrá
1. Kynning
Anna Berg og Hjalti kynntu hvað fram fór á ráðstefnunni Æskan, rödd framtíðar sem þó sóttu í nóv. s.l.
Afrit og ítarefni sent á nefndarmenn.
 
2. Fjárhagsáætlun 2011
Skoðuð með hliðsjón að fyrri drögum.
 
3. Staða málaflokksins á nýju ári
Lögð fram drög að starfslýsingu forstöðumanns íþróttamannvirkja.
Formanni falin nánari upplýsingaöflun á skipuriti málaflokks fyrir komandi ár.
 
4. Endurskoðuð forvarnarstefna Borgarbyggðar
Nefndin kallar eftir kynningu á forvarnarstefnu Borgarbyggðar frá forvarnarfulltrúa.
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.18:35
Fundargerð ritaði Hjalti Rósinkrans Benediktsson