Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

11. fundur 11. apríl 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 11 Dags : 11.04.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Anna Berg Samúelsdóttir
 
Fræðslustjóri: Ásthildur Magnúsdóttir
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
Margrét Halldóra Gísladóttir formaður Umf.Skallagríms, Kristmar Ólafsson formaður knattspyrnudeildar, Kristín Valgarðsdóttir fyrir hönd körfuknattleiksdeildar, Sigríður G. Bjarnadóttir formaður badmintondeildar, Jón Ásgeir Sigurvinsson fyrir hönd sunddeildar, Rebekka Atladóttir formaður leikdeildar, Ingimundur Ingimundarson formaður frjálsíþróttadeildar og Friðrik Aspelund sambandsstjóri UMSB sátu fundinn undir lið 1.
 
Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja sat allan fundinn.
 
1. Umf. Skallagrímur
Formenn deilda Skallagríms kynntu starfsemi félagsins. Tómstundanefnd þakkar góða kynningu.
 
Gestir viku af fundi eftir þennan lið.
 
2. Jafnréttisstefna
Lagt fram bréf frá velferðarnefnd þar sem óskað er eftir umsögn um gildandi jafnréttisáætlun og mati nefndarinnar á því hvernig hefur gengið að fylgja henni.
Fræðslustjóra falið að óska eftir upplýsingum um hlutfall kynjanna í barna- og unglingastarfi hjá íþrótta- og tómstundafélögum í sveitarfélaginu.
 
3. Stefnumótun
Rætt um stefnumótun í tómstundamálum. Starfsmönnum falið að ræða við ráðgjafa.
 
 
4. Forvarnir
Rætt um forvarnamál.
 
5. Styrkir
Rætt um styrkveitingar til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála. Samþykkt að umsóknarfrestur verði til hádegis föstudagsins 29. apríl. Umsóknir verða afgreiddar á fundi nefndarinnar mánudaginn 2. maí.
 
6. Íþróttamaður ársins
Rætt um tilnefningar á íþróttamanni ársins.
 
7. Sumarstarf fyrir börn
Rætt um sumarstarf fyrir börn.
 
8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands ásamt reglugerð um sundlaugar, sem byggðarráð vísaði til nefndarinnar.
 
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 19:45.
Ásthildur Magnúsdóttirritaði fundargerð.