Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

21. fundur 05. mars 2012 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 21 Dags : 05.03.2012
Fundargerð
21. fundur Tómastundanefndar Borgarbyggðar haldinn mánudaginn 5. mars kl. 16:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14.
Mættir:
Aðalfulltrúar:Eiríkur Jónsson formaður
Stefán Ingi Ólafsson
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Einnig sátu fundinn, Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
 
1. Forvarnir
Inga Vildís Bjarnadóttir forvarnarfulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir forvarnarstarfi undanfarið.
 
2. Stefnumótun
Ákveðið að vinnuhópurinn vinni drög að stefnu upp úr gögnum frá fundinum 2. febrúar fyrir næsta fund.
 
3. Fjárhagsáætlun og framkvæmd hennar
Lagt fram minnisblað frá fræðslustjóra.
Málið rætt.
 
4. Öryggismál í sundlaugum
Lögð fram skýrsla forstöðumanns íþróttamannvirkja og fræðslustjóra frá 22. ágúst 2011. Nefndin ákveður að fara ítarlega yfir skýrsluna og gera tillögur að úrbótum ánæsta fundi.
 
5. Úthlutun styrkja
Úthlutun frestað til fundar í apríl.
 
6. Erindi varðandi aðstöðu fyrir bikarasafn Einars Trausta Sveinssonar
Nefndin samþykkir að verða við erindinu og felur forstöðumanni íþróttamannvirkja aðhafa samvinnu við aðstandendur um framkvæmd.
 
 
Fundi slitið kl. 18:10