Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Dagskrá
Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja sat fundinn.
1.Gervigrasvöllur
1305084
Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild UMF.Skallagríms, sem byggðarráð vísaði til tómstundanefndar til umsagnar. Tómstundanefnd telur að þetta sé vert verkefni, en fyrst og fremst skuli þó lögð áhersla á viðhald þeirra íþróttavalla sem fyrir eru í sveitarfélaginu.
2.Opnunartími sundlauga
1304059
Rætt um opnunartíma sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum í sumar. Samþykkt að lengja opnunartíma laugarinnar til klukkan 20:00 virka daga, enda feli það í sér óverulegan kostnað og tryggt verði að gæsla verði í samræmi við lög. Forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að kynna opnunartímann vel.
3.Samningur um samstarf milli Borgarbyggðar og UMSB
1304123
Rætt um samning Borgarbyggðar og UMSB. Formaður lagði fram og kynnti minnisblað um samstarf Borgarbyggðar og UMSB í tengslum við samninginn.
4.Verkefni tómstundanefndar
1306113
Formaður lagði fram og kynnti gátlista um verkefni tómstundanefndar.
Fundi slitið - kl. 10:30.