Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

87. fundur 31. janúar 2002 kl. 17:15 - 17:15 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 87 Dags : 31.01.2002
87. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar haldinn að Borgarbraut 11, 31. janúar 2002 kl: 17:15
Mætt voru:
Helga Halldórsdóttir
Lilja S. Ólafsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Sigríður Leifsdóttir
Ragna Sverrisdóttir
Indriði Jósafatsson, íþr. og æskulýðsfulltrúi
Ásthildur Magnúsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.
Dagskrá:
1. Tilnefningar til íþróttamanns Borgarbyggðar árið 2001
Tilnefningar hafa borist frá eftirtöldum deildum og félögum.
Hestamaður ársins:
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Hestamannafélaginu Skugga.
Elísabet Fjeldsted Hestamannafélaginu Faxa.
Tómstundanefnd valdi Elísabetu Fjeldsted hestamann ársins.
Golf:
Viðar Héðinsson, Golfklúbbur Borgarness
Badminton:
Inga Tinna Sigurðardóttir, Umf. Skallagrími
Sund:
Edda Bergsveinsdóttir, Umf. Skallagrími
Íþóttafélagið Kveldúlfur:
Guðmundur Ingi Einarsson
Körfuknattleikur:
Hlynur Bæringsson, Umf. Skallagrími
Frjálsar íþróttir:
Hallbera Eiríksdóttir, Umf. Skallagrími
Kristín Þórhallsdóttir, Umf. Stafholtstungna
Tómstundanefnd valdi Hallberu Eiríksdóttur sem frjálsíþróttamann ársins.
Knattspyrna:
Hilmar Þór Hákonarsson, Umf. Skallagrími
Eftir miklar umræður ákvað Tómstundanefnd að mæla með að Hilmar Þór Hákonarson verði valinn Íþróttamaður Borgarbyggðar ársins 2001.
Landsliðsfólk á árinu 2001
Hlynur Bæringsson, landsliði U20 í körfuknattleik.
Hallbera Eiríksdóttir, U-landsliði í frjálsum íþróttum.
Kristín Þórhallsdóttir, U-landsliði í frjálsum íþróttum.
Tómstundanefnd mælir með að Ingunn Jóhannesdóttir fái sérstök verðlaun fyrir vel unnin störf á sviði íþrótta.
2. Rekstrarsamningar
Kynnt voru drög að rekstrarsamningum við Golfklúbb Borgarness og Knattspyrnudeild Skallagríms.
3. Indriði kynnti uppgjörstölur fyrir íþróttamiðstöðina í Borgarnesi 2001. Fram kom að heildar gestafjöldi á árinu var 131.000 manns.
4. Kynning á undirbúningsvinnu varðandi fund með aðalstjórn Skallagríms og formönnum deilda. Umræddur fundur verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20:00.
5. Áshildur kynnti hugmyndir frá áhugahópi um íþróttanámskeið fyrir börn á aldirnum þriggja til fimm ára. Ætlunin er að fara af stað með námskeiðið laugardaginn 9. febrúar, búið er að fá leiðbeinenda næstu vikur. Tómstundanefnd tekur jákvætt í þessa hugmynd en leggur jafnframt áherslu á að fagfólk sinni leiðbeinendastörfum.
6. Indriði kynnti vinnu sína í landssamtökum íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 19:15
Lilja S. Ólafsdóttir
fundarritari