Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

89. fundur 23. apríl 2002 kl. 17:15 - 17:15 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 89 Dags : 23.04.2002
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 23. apríl 2002 kl. 17.15 að Borgarbraut 11.
Mætt voru: Flemming Jessen
Sigmar H. Gunnarsson
Lilja S. Ólafsdóttir
Sigríður Leifsdóttir
Helga Halldórsdóttir
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson
Dagskrá:
1. Ráðning í sumarstörf 2002. Vinnuskóli og afleysingar í Íþróttamiðstöð.
a. Afleysingar í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
19 gildar umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með eftirtöldum í störfin: Orra Sveini Jónssyni, Yngva Páli Gunnlaugssyni, Guðlín Erlu Kristjánsdóttur, Heiðrúnu Helgu Bjarnadóttur og Thelmu Traustadóttur.

b. Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar.
15 gildar umsóknir bárust. Tómstundanefnd Borgarbyggðar mælir með eftirtöldum í störfin: Guðna E. Guðmundssyni, Magnúsi Eyjólfssyni, Heiðu Dís Fjeldsted, Huldísi Mjöll Sveinsdóttur og Rebekku Atladóttur.
2. Önnur mál.
a. Umræður um "Græna" kortið, notkun þess og skilyrði.
b Fyrirspurn um þökulagningu á gamla malarvellinum vegna vorleikja.
c. Umræður um vímuvarnarstefnu Borgarbyggðar. Tómstundanefnd lýsir áhyggjum yfir fjölda ungmenna undir 18 ára aldri, sem starfa við afgreiðslu í verslunum í Borgarbyggð, þar sem m.a. áfengi og tóbak er selt og vísar í lög og reglugerðir þar að lútandi.
d. Tómstundanefnd vekur athygli á ástandi Kastalans í Bjargslandi og leiktækjum á opnum svæðum.
e. Indriði kynnti fyrirhugaða íþrótta- og tómstundaveislu í Mosfellsbæ dagana 3.-5. maí 2002.
Fundi slitið kl. 19.00
Lilja S. Ólafsdóttir, fundarritari