Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

92. fundur 29. ágúst 2002 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 92 Dags : 29.08.2002

Fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var í haldinn að Borgarbraut 11, 29. ágúst 2002 kl. 17:00.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson,
forstöðumaður menningar-
og fræðslusviðs: Ásthildur Magnúsdóttir
forstöðukona skólaskjólsins: Anna Dóra Ágústsdóttir
 
Dagskrá:
1. Ásthildur Magnúsdóttir kynnti tilhögun á íþrótta- og tómstundaskólanum í vetur
Kynnti hún fyrst tilhögun skólans í fyrra sem var fyrir 1.-4. bekk.
Önnu Dóru Ágústsdóttur var boðið starf til að skipuleggja og tengja skólaskjól og íþrótta-og tómstundarskólann fyrir veturinn í vetur.
Búið er að panta 2 tíma í viku í íþróttahúsinu.
Í dag eru skráð 40 börn í skólaskjólinu. Urðu þó nokkrar umræður um þessi mál, þ.e.a.s. að íþróttafélögin kæmu meira inn í þessi mál og um gjaldtöku og fl. Rædd voru drög að framkvæmdaáætlun og skammtímamarkmið. Vantar tilfinnanlega leiðbeinendur til að leiðbeina í íþróttum.
Anna Dóra kynnti sínar hugmyndir við skólaskjólið og þessi mál.
(Anna Dóra fór af fundi).
 
2. Indriði kynnti starf vinnuskólans sem er lokið. Gekk hann vel í alla staði. Indriði kynnti svo vetrarstarfið í íþróttamiðstöðinni og lagði fram drög að dagskrá miðstöðvarinnar. Rætt var um að það vantar starfsfólk til að sinna ákveðnum þáttum þar í vetur. Rætt um starf félagsmiðstöðvanna sem kom mjög vel út í fyrra. Það starf fer að fara af stað aftur.
Rætt um starfsemi Mótorsmiðju í gamla hafnarhúsinu, þar eru tveir starfsmenn sem eru til skiptis sinn hvora vikuna. Indriði talaði um að fá þetta húsnæði áfram í vetur. Rætt að tengja þetta starf við félagsmiðstöðvarnar. Voru fundarmenn sammála um að þetta starf væri mjög gott og lýstu stuðningi við þetta starf.
 
3. Samþykkt var hefðbundin tímatafla í sal fyrir veturinn.
 
4. Indriði kynnti fjárhagsáætlun 2002 og svaraði spurningum fundarmanna í sambandi við hana og þá vinnu sem framundan er við gerð nýrrar.
 
5. Önnur mál. Indriði kynnti dagskrá málþings um íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélögunum haldið á Egilsstöðum 6.september n.k. Indriði mun sitja þetta þing.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl: 19:10
Þórhildur Þorsteinsdóttir
fundarritari.