Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

97. fundur 30. janúar 2003 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 97 Dags : 30.01.2003
Fundur tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11, fimmtudaginn 30. janúar 2003 kl: 17:00.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir form
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Dagskrá:
 
Sóley setti fund og kom með tillögu um verkaskiptingu nefndarinnar þ.e. að hún yrði óbreytt: Sóley formaður, Ari ritari, Þórhildur varaformaður.
Var það samþykkt.
 
1. Val á íþróttamanni Borgarbyggðar 2002.
Tilnefningar hafa borist frá eftirtöldum deildum og félögum.
 
Frjálsar íþróttir:
Hallbera Eiríksdóttir, Umf. Skallagrími
 
Hestaíþróttir:
Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skugga
Benedikt Líndal, Faxa
Tómstundanefnd valdi Benedikt Líndal Hestamannafél. Faxa sem hestamann ársins.
 
Körfuknattleikur:
Hafþór Ingi Gunnarsson, Umf. Skallagrími
 
Sund:
Berta Sveinbjarnardóttir, Umf. Skallagrími
 
Knattspyrna:
Guðmundur B. Þorbjörnsson, Umf. Skallagrími
 
Golf:
Guðmundur Daníelsson, Golfklúbbi Borgarness
 
Íþróttafélagið Kveldúlfur:
Árni Jónsson (fyrir boccia)
 
Badminton:
Heiðar Ernst Karlsson, Umf. Skallagrími.
 
Eftir skoðun á tilnefningunum og umræður ákvað tómstundanefnd að útnefna Hafþór Inga Gunnarsson sem íþróttamann Borgarbyggðar árið 2002.
 
Ákveðið var að tengja afhendingu viðurkenninga við heimaleik Skallagríms í körfubolta eða annann íþróttaviðburð sem yrði fljótlega.

2. Vinnuskólaskýrsla 2002, lögð fram.
 
3. Þriggja ára framkvæmdaáætlun, fyrri umræða, lögð fram.
 
4. Drög að starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2003, lögð fram.
 
5. Voraðstaða knattspyrnumanna. Umræður um aðstöðu fyrir yngri flokka í vor áður enn að grasvellirnir verða tilbúnir. Meistaraflokkur mun æfa á Akranesi og gervigrasinu í Mosfellsbæ.
 
6. Rætt um forvarnarmál, styrk úr forvarnarsjóði ofl.

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl. 19,25
Ari Björnsson (sign)