Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

100. fundur 30. apríl 2003 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 100 Dags : 30.04.2003
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar í Golfskálanum að Hamri 30. apríl 2003 kl: 16:00.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltr.


Dagskrá:

1. Vinnuskólastarf og sumarstarfsemi
Indriði greindi frá sumarstarfseminni, ráðningum í vinnuskóla og Íþróttahús.

2. Bréf frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, þar sem farið er fram á að vinnuskóli verði rekinn á Bifröst á vegum Borgarbyggðar.
Nefndin telur að ekki sé fjármagn í fjárhagsáætlun til að verða við erindinu.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið skoða málið, þ.e. verkefni, fjármögunun og útfærslu, ef af yrði.
 
3. Heimsókn til Golfklúbbs Borgarness.
Mættir frá G.B.
Ingvi Árnason framkvæmdanefnd
Símon Aðalsteinsson framkvæmdastjóri
 
Ingvi og Símon lögðu fram og útskýrðu framkvæmdaáætlun ásamt kostnaðaráætlun G.B. um stækkun golfvallarins um 9 holur, þ.e. að völlurinn verði 18 holur í verklok.
Verkefnið er að hluta til hafið með jarðvegsvinnu við fjórar brautir. Verkinu er hægt að áfangaskipta.
Nefndin tekur vel í verkefnið og leggur til við bæjarráð að skoðað verði gerð rammasamnings við G.B.
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:00
Ari Björnsson
fundarritari