Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

106. fundur 16. október 2003 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 106 Dags : 16.10.2003
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11
16. okt. 2003 kl: 17:00.

Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir formaður
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Indriði Jósafatsson.
forstöðumaður menningar- Ásthildur Magnúsdóttir
og fræðslusviðs.
Dagskrá:
1. Leiksvæði á skólalóð G.B.
Indriði fór yfir fyrirliggjandi teikningu af gervigrasvelli á skólalóð við Grunnskóla Borgarness og tillögur um breytingar á vellinum sem gerðar hafa verið. Þráinn landlagsarkitekt mun vinna að breyttri útfærslu og gera kostnaðaráætlun fyrir völlinn.
 
2. Fjárhagsáætlun 2004.
Indriði kynnti fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004. Umræður um ýmsa liði þar sem allir tóku til máls.

3. Önnur mál.
• Framlagt bréf frá Knattspyrnudeildar Skallagríms um aðstöðu fyrir voræfingar 2004.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun skoða nokkra möguleika sem notast gætu til bráðabrigða þangað til að kominn væri gervigrasvöllur við Grunnskóla Borgarness.
• Framlagt fundarboð frá Menntamálaráðuneytinu varðandi ”Ofbeldi gagnvart börnum”
• Indriði sagði frá ársfundi menntamálaráðuneytisins með æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúum ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var 9. okt s.l.
• Jóhanna Erla spurði um gæslu í búningsklefum í íþróttahúsi, ákveðið að skoða málið m.a. við skólayfirvöld um tíma skólans í húsinu.

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl.19,15
 
Ari Björnsson fundaritari