Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

109. fundur 26. febrúar 2004 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 109 Dags : 26.02.2004
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11 fimmtudaginn 26. feb. kl. 17.oo
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúiIndriði Jósafatsson
 
Sóley setti fund.

1. Staða mála.
Indriði fór yfir hvað um er að vera í málaflokknum. Rætt var um framkvæmd viðhaldsverkefna íþróttamiðstöðvarinnar sem framundan eru eins og parket á salgólf sem leggja á um miðjan maí og flísalagning á iðulaug sem framundan er í vor.
Rætt var um hvort ekki þyrfti yfirbreiðslu yfir parketið þegar samkomur eins og 17. júní eða tónleikar fara fram.
Indriða falið að skoða annarsstaðar hvernig þessi mál eru leyst.
Lögð er áhersla á að laga nuddið í iðulaug í leiðinni og hún verður flísalögð því gæðum þarf að halda við til að mannvirkið missi ekki vinsældir.

2. Úthlutunarreglur úr Íþrótta- æskulýðs og tómstundasjóði.
Ákveðið að bæta eftirfarandi við núverandi reglur í fjórðu grein.
e) Útfyllt skilagrein þeirra verkefna sem styrkt voru úr sjóðnum á síðasta starfsári.
Starfsmanni tómstundanefndar falið að útbúa eyðublað fyrir skilagrein og auglýsa eftir umsóknum styrkja fyrir árið 2004.
 
3. Sumarstörf – sumarbæklingur
Rætt um samninga varðandi Skallagrím og lögð áhersla á að vallarsvæðið í heild sinni verði til fyrirmyndar varðandi umhirðu og útlit. Indriða falið að gera samninga á líkum nótum eins og gert hefur verið við Knattspyrnudeild Skallagríms og Golfklúbb Borgarness.
Indriði sagði frá samstarfinu við Spa-City Reykjavík og Orkuveituna og markaðssetingamál sem framundan eru sameiginlega með þeim.
 
4. Erindi UMSB.
Samþykkt að fella niður leigu af íþróttasal og sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar vegna Íþróttahátíðar UMSB, héraðsmóti í frjálsum íþróttum og unglingamóti í sundi.
Annað erindi barst frá UMSB vegna framtíðaruppbyggingu við Skallagrímshús.
Indriða falið að funda með Torfa formanni UMSB og Páli bæjarstjóra varðandi þessi mál.

5. Önnur mál.
• Rætt um að setja “ Bláu skýrsluna” inn á www.borgarbyggd.is
• Rætt um þörf á að laga trébekki í gufubaði íþróttamiðstöðvar.
• Rætt um að setja mottur við salerni á baðklefum íþróttamiðstöðvar.
• Ákveðið að banna notkun GSM síma í búningsklefum íþróttamannvirkja Borgarbyggðar. Starfsmanni nefndarinnar falið að setja upp skilti þess efnis.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:48

Indriði Jósafatsson (sign)