Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

111. fundur 29. apríl 2004 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 111 Dags : 29.04.2004
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar í Félagsmiðstöðinni Óðal 29. apríl kl. 17.oo
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Íþrótta- og
æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
Sóley setti fund.
 
1. Kynning á markaðssetningu íþróttamiðstöðvar í samvinnu við Spa City Reykjavík og Heilsulindarsamtök Reykjavíkur og nágrennis.
Á kynninguna mætti starfsfólk íþróttamiðstöðvar og bæjarskrifstofu, fulltrúar frá Borgarnesdeild Rauðakrossins sem færðu íþróttamiðstöðinni súrefnistæki til nota í neyðartilfellum. Þakkar nefndin fyrir góða gjöf.
 
2. Farið yfir niðurstöður ársreiknings 2003 fyrir málaflokkinn, nokkur atriði þarf að skoða betur en niðurstaðan var nálægt áætlun.
 
3. Sumarstörf, rætt um ráðningar á flokksstjórum í vinnuskólann og ýmiss uppbyggjandi verkefni fyrir sumarið.
Farið yfir umsóknir um sumarafleysingar í íþróttamiðstöðinni, ákveðið að framlengja umsóknarfrest.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00

Ari Björnsson (sign)