Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

114. fundur 26. ágúst 2004 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 114 Dags : 26.08.2004
Fundur var haldinn í TómstundanefndBorgarbyggðar fimmtudaginn 26. ágúst kl. 17.oo
Bæjarskrifstofan Borgarbraut 11.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: .
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Sigmar Gunnarsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sóley Sigurþórsd.
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
Sóley setti fund.
 
Dagskrá.
1. Ráðning í stöðu almenns starfsmanns í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi.
Tvær umsóknir bárust og samþykkti nefndin að ráða Jórunni Guðsteinsdóttur.
Thelmu Traustadóttur eru þökkuð góð störf fyrir íþróttamiðstöðina um leið og við óskum
henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
 
2. Umhverfisvæn þrif á íþróttahúsi.
Tilraunaverkefnið Umhverfisvitinn.
Íþróttamiðstöðin hefur verið valin til þess að taka þátt í tilraun með að auka umhverfisvæn þrif í stofnuninni. Borgarbyggð er eitt þriggja sveitarfélaga sem fer inn í þetta verkefni á landsvísu og voru Íþróttamiðstöðin og Sparisjóður Mýrarsýslu þær stofnanir sem valdar voru í verkefni þetta.
Fyrir fundinn voru lögð greinargerð sem Trausti vaktstjóri og Stefán Gíslason unnu varðandi val á efnum og þrifvörum fyrir íþróttamiðstöðina.
Tómstundanefnd lýsir ánægju með að taka þátt í verkefninu.
 
3. Erindi frá bæjarráði.
Erindi barst frá bæjarráði varðandi umsókn Benedikts Líndal um styrk vegna útgáfu á kennslumyndbandi fyrir hestamenn.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með að verkefnið verðið styrkt. Tómstundanefnd hefur þegar úthlutað öllu fé sem ætlað var til styrkja fyrir árið 2004.
 
4. Ungmennahús
Indriði kynnti fundi og ráðstefnur sem haldnar hafa verið á landsvísu varðandi starfssemi ungmennahúsa landsins tilgang þeirra og markmið.
 
5. Vinnuhópur um Skallagrímsgötu 7.
Sóley kynnti störf vinnuhóps sem skipaður var í vor og á að gera tillögur um notkun og nýtingu
Skallagrímsgötu 7.
 
6. Önnur mál
  • Rætt um leikvelli. Uppbygging á vellinum í Bjargslandi stendur yfir.
  • Rætt um ýmiss atriði varðandi íþróttahúsið og sundlaugina.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00
Ari Björnsson (sign)