Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 120
Dags : 17.03.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11, 17. mars 2005 kl. 17.oo
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Sóley Sigurþórsdóttir , formaður
Jóhanna Erla Jóns dóttir
Sigmar H Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
Sóley setti fund.
1. Úthlutun styrkja úr íþrótta-, æskulýðs- og tómstundasjóði Borgarbyggðar 2005.
Til úhlutunar voru 3.000.000 kr. Tíu umsóknir bárust. Níu umsóknir voru styrkhæfar. Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Borgarbyggð.
Ungmennaf. Stafholtstungna …………………………… kr. 170.000,-
Nemendafélag Varmalandsskóla ………………………..kr. 80.000,-
Sóknarnefnd Borgarnessóknar …………………………..kr. 50.000,-
Skátafélag Borgarness ……………………………………kr. 80.000,-
Mímir ungmennahús ………………………….................kr. 70.000,-
Nemendafélag Grunnsk. Borgarness ………………… kr. 70.000,-
Golfklúbbur Borgarness ………………………………… kr. 120.000,-
Hestamannafélagið Skuggi ……………………………… kr. 60.000,-
Ungmennafélagið Skallagrímur …………………………. kr. 2.300.000,-
Einnig barst umsókn frá Guðna Eiríki Guðmundssyni sem bað um styrk v. dómaraferðar á Scania Cup en nefndin vísar á Ungmennafélagið Skallagrím varðandi umsóknina.
Indriði vék af fundi á meðan styrkveitingar voru ræddar.
2. Önnur mál.
· Stöðumat Staðardagskrár 21 lagt fram til kynningar.
· Stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar lagt fram til kynningar.
· Erindisbréf nefnda Borgarbyggðar lögð fram til kynningar.
· Jákvætt tekið í erindi Nord Jobb um að fá hingað efnilegt ungmenni frá norðurlöndunum til að vinna með unglingum í vinnuskóla ofl.
· Framlagt frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
· Kynning á ungmennalýðræði á ráðstefnu ungmenna frá norðurlöndum sem haldin var á Selfossi 21.- 22.okt. s.l. Rætt um að taka inn aukna aðkomu ungmenna í ákvörðunartöku bæjarfélagsins.
· Rætt um framkvæmdir sem eru í undirbúningi í ÍÞMB varðandi stiga í innilaug og flísalagningar eimbaðs og á heitum potti.
· Sigmar kynnti hugmyndir um uppblásna risahvelfingu til íþróttaiðkunnar.
· Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá skoðunarferð sinni og bæjarverkfræðings að sundlauginni Varmalandi varðandi úrbætur á heitum pottum og vaðlaug ( leiklaug ) við laugina.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10
Indriði Jósafatsson (sign)