Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 121
Dags : 06.05.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11, 6. maí 2005 kl. 16.oo
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir , formaður
Jóhanna Erla Jóns dóttir
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Sigmar Gunnarsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
Sóley setti fund.
1. Sumarstarf
Indriði sagði frá sumarbæklingnum um íþrótta- og tómstundastarf sem unnin er í samstarfi við Borgarfjarðarsveit og Akranesbæ eins og gert var á síðasta vori . Indriði sagði að gengið hefði vel að safna efni frá félögunum og kynnti lítillega efni bæklingsins m.a. 15 ára afmæli Félagsmiðstöðvarinnar Óðals, unglistahátíð undir stjórn ungmenna í Mími og hugmynd þeirra um að setja upp strandblakvöll.
Nýjung í bæklingnum er að ein síða fjallar um afþreyingu fjölskyldunnar s.s. opin svæði og skemmtilegar gönguleiðir.
Indriði sagði frá því að opna ætti púttvöllinn á Kveldúlfsvelli á 17.júní og fá einhverja frá félagi eldriborgara til að vígja hann. Gert er ráð fyrir að útleiga á kylfum verði í íþróttamiðstöð.
Indriði sagði að náðst hefðu betri samningar um prentun á bæklingnum og lækkar hlutur Borgarbyggðar í útgáfunni.
Indriði kynnt drög að dagskrá 17.júní.
2. Erindi frá Kveldúlfi
Íþróttafélagið hefur verið lagt niður en fyrrum félagar sækja nú æfingar hjá Þjóti á Akranesi. Óskað er eftir styrk til að keyra út á Akranes til æfinga.
Umræður um málið og talið eðlilegt að skoða málið í víðara samhengi og erindinu því hafnað að sinni, þar sem þessir einstaklinar keppi nú undir nafni Þjótar á Akranesi.
3. Vinnuskóli
Indriði kynnti hverjir yrðu flokksstjórar í unglingavinnunni og að Sigurþór Kristjánsson yrði verkstjóri vinnuskólans og hann væri þegar byrjaður að skoða verkefni.
Indriði sagði frá því að einungis 4 unglingar hefðu sótt um vinnu hjá vinnuskólanum í Bifröst þannig að ekki yrði rekið útibú frá vinnuskólanum þar en unglingunum boðið að sækja vinnu í Borgarnesi.
Nefndin vill að skoðað verði hvort unglingavinnan gæti séð um að vinna strandblakvöll við Kjartansgötuna og gera stíg á milli íþróttahúss og Kjartansgötunnar eftir ströndinni
4. Skallagrímshús
Sóley kynnti að vinnuhópur um Skallagrímshúsið hefur lokið störfum og gert er ráð fyrir að farið verði í breytingar á húsinu í haust og þar verði sameiginleg aðstaða Skallagríms og UMSB.
5. Önnur mál
· Bréf frá Brynju Brynjarsdóttur Þorskaþjálfa frá Svæðisskrifstofu fatlaðra um aðgengismál fatlaðrar að Íþróttamiðstöðinni, allt frá aðgengi utanhúss, aðalinngangi Íþróttamiðstöðvarinnar, salernisaðstöðu, klefamál og mottur á göngum. Benda má á að klefar á efri hæð eru þröngir og ekki þess eðlis að þar verði aðstaða fyrir fatlaða en boðið er upp á sér klefa fyrir fatlaða á neðri hæð.
Nefndin telur eðlilegt að farið verði í að skoða útihurðina og hvernig hægt sé að bæta aðgengi allra að húsinu.
· Bréf frá UMSB þar sem þeir bjóða fram aðstoð sína ef Borgarbyggð ákveði að taka þátt í heilsueflingarátaki Lýðheilsustöðvar. Nefndin ræddi málið og ákveðið var að leita álits Fræðslunefndar um hvort fara eigi í þetta verkefni sameiginlega.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45
Sóley Sigurþórsdóttir (sign)