Bjargsland þyrping 8 og 9. Stekkjarholt – Kvíaholt – breyting á deiliskipulagi

Bjargsland þyrping 8 og 9. Stekkjarholt – Kvíaholt – breyting á deiliskipulagi
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bjargsland þyrping 8 og 9. Stekkjarholt – Kvíaholt í Borgarbyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 10. október sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bjargsland þyrping 8 og 9. Stekkjarholt – Kvíaholt í Borgarbyggð.

Tillagan tekur til breytingu á deiliskipulagi fyrir Bjargsland, þyrping 8 og 9 frá árinu 2001 m.s.br. Breytingin tekur til stærðar lóða í Stekkjarholti og nýrra lóða í Stekkjarholti og við Kvíaholt. Stekkjarholt 2, 3 og 5 eru mældar upp og leiðrétt stærð miðað við núverandi byggð. Stekkjarholt 4 er felld niður og sett snúningsstæði og gestabílastæði. Tveimur lóðum er bætt við skipulagið í Stekkjarholti, en það er Stekkjarholt 6, sem er þegar byggð lóð og Stekkjarholt 1 sem er ný lóð. Nýjar lóðir undir eitt parhús eru skilgreindar við Kvíaholt. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir og tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 19.10.23 til og með 02.12.23. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 19. október 2023

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar