Leikskólalóð og einbýlishúsalóð í Bjargslandi Borgarnesi, Ugluklettur– Breyting á deiliskipulagi

Leikskólalóð og einbýlishúsalóð í Bjargslandi Borgarnesi, Ugluklettur– Breyting á deiliskipulagi
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu deiliskipulags í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. september að auglýsa tillögu að breytingu á fyrir leikskólalóð og einbýlishúsalóð í Bjargslandi, Borgarnesi frá árinu 2006.

Breytingin tekur bæði til skilmála og uppdráttar. Fyrirhuguð stækkun á leikskólanum Ugluklettur kallar á stækkun byggingarreitar, aukins nýtingarhlutfalls lóðar og færslu bílastæða. Einbýlishúsalóðirnar eru teknar út til að koma fyrir bílastæði þar sem stækkaður byggingarreitur fer yfir núverandi stæði. Gerð er aðalskipulagsbreyting samhliða þar sem nýtingarhlutfall lóðar er aukið um 0,07, úr 0,1 upp í 0,17.

Deiliskipulagsbreyting

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 21. september til og með 3. nóvember 2023. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna og er frestur til að skila inn ábendingum til 3. nóvember en þeim skal skila í Skiplagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 21. september 2023.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar