Deiliskipulagið tekur til lóðarinnar Langárbyrgi, veiðihús (L177317) við Langá í Borgarbyggð og nánasta umhverfi lóðarinnar. Stærð lóðar er 1,37 ha og var hún stofnuð úr jörðinni Jarðlangsstöðum. Á lóðinni er veiðihús á einni hæð sem byggt var 1998 og stækkað 2001 og er gert ráð fyrir stækkun á því. Aðkoma að lóð er út frá Stangarholtsvegi.  Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.