11. apríl, 2024
Allar fréttir

Þriðjudaginn 9 apríl sl. var haldinn kynningarfundur viðbragðsaðila í Borgarbyggð í nýju húsnæði Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi. Til fundar mættu viðbragðsaðilar frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Björgunarsveitunum Brák, Ok og Heiðari, Sjúkraflutningum HVE ásamt vaktlæknum í Borgarnesi, Lögreglunni á Vesturlandi og sérfræðingur frá Umhverfisstofnun Íslands. Hver og einn aðili hélt kynningu á sínu starfi, sínum búnaði og verklagi og í framhaldi var tekin kynning á tækja- og bílaflota hverrar einingar ásamt kynningarferð um nýbyggingu Brákar.

Alls mættu um 70 viðbragðsaðilar og var ekki annað að sjá en að mikil ánægja væri með fundinn. Mikilvægt er að viðbragðsaðilar stilli saman strengi í vinnubrögðum og verklagi, æfi saman, kynnist hvort öðru og kynnist tækjakosti og búnaði hvers annars.

Myndir – Rolando Diaz, Slökkviliðs- og Björgunarsveitarmaður.

 

Tengdar fréttir