29. nóvember, 2023
Fréttir

Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla:

4. gr.

Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjald­skrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðan­greind verð miða við grunnvísitölu í desember 2022:

Timbur (ómengað og hæft í kurlun) 1.433 kr. pr. m³
Garðaúrgangur    600 kr. pr. m³
Jarðvegur    600 kr. pr. m³
Grjót og múrbrot 1.854 kr. pr. m³
Hrossatað: 1.067 kr. pr. m³

Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað. Urðunarstaðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.

 

Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.