22. desember, 2023
Framkvæmdir

Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina.

Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn. Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið.

Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem um stofnæð Borgarness er að ræða. Því eru gæði verksins framkvæmdaraðilum ofarlega í huga og verður hugað að endanlegum yfirborðsfrágangi þegar veðurfar býður upp á slíka vinnu.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.