24. janúar, 2024
Tilkynningar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. janúar sl. eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – Landbúnaðarkaflinn

Breytingin tekur til stefnu aðalskipulagins fyrir landbúnaðarsvæði og þær framkvæmdir og mannvirki sem heimilaðar eru á landbúnaðarsvæðum. Skerpt er á heimildum til að tryggja hagkvæmna og skynsama nýtingu, gott landbúnaðarland verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu, uppbyggingu hagað þannig að núverandi innviðir séu nýttir betur og ný íbúðarhús verði ekki úr alfaraleið.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 var auglýst frá 20. júlí til 18. september 2023 og send til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun 14. nóvember 2023.

Athugasemdir bárust frá stofnuninni sem sveitarfélagði varð að taka afstöðu til og voru svör/viðbrögð samþykkt í sveitarstjórn 11. janúar 2024.

Uppfærð aðalskipulagsbreyting og svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar hafa verið send stofnuninni sem sér um lokaafgreiðslu erindisins með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsdeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Bréf Skipulagsstofnunar
Svarbréf við athugasemdum
Aðalskipulagsbreyting uppfærð

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.