4. apríl, 2024
Fréttir

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. 

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.

Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.

Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. 

Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrkveitingu. Skýrsluskil eru skilyrði fyrir styrkveitingu til nýrra verkefna. 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins áður en umsókn er lögð inn.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Kjartansdóttir, thorunn.kjartansdottir@borgbyggd.is eða í síma 433-7100.

 

 

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.