7. desember, 2023
Fréttir

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeira sem standa að hátíðum og viðburðahaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samning.

Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið?
  • Hefur hátíðin sérstöðu?
  • Fagleg hæfni umsækjenda og fyrri reynsla.
  • Tenging hátíðar við menningarlíf í Borgarbyggð.
  • Gæði, vinnsla og framsetning umsóknar.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á www.borgarbyggd.is .

Umskóknarfrestur er til og með 2. janúar 2024

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.