Fara í efni

Barnvænt sveitarfélag

Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Þann 3. mars 2020 undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Magnús Smári Snorrason formaður fræðsluráðs Borgarbyggðar samstarfssamning um verkefnið Barnvæn sveitarfélög. Með undirskriftinni bættist Borgarbyggð í ört stækkandi hóp sveitarfélaga sem hefja innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi.

Árið 2018 lögðu nemendur og starfsmenn Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar fram erindi til sveitarstjórnar þar sem skorað var á Borgarbyggð að hefja formlegt innleiðingarferli á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Í framhaldi var farið í markvissa vinnu við að fara yfir hvernig réttindi barna væru tryggð í sveitarfélaginu og úr því hófst ferlið.

Þátttaka Borgarbyggðar í verkefninu byggir því á frumkvæði barna sem búa í sveitarfélaginu.

Ferill Borgarbyggðar

Hér eru upplýsingar um tilurð verkefnisins í Borgarbyggð.

Desember 2018: Áskorun frá nemendum á yngsta- og miðstigs Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar á sveitarstjórn Borgarbyggðar. 

Nóvember 2019: Kynningarfundur um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Mars 2020: Samstarfssamningur undirritaður

Júní 2020: Rýnihópur stofnaður og innleiðingarferlið að hefjast.

Júní 2020: Innleiðing á barnvænni Borgarbyggð hafin.

Skjalasafn

Kynning á barnvænni Borgarbyggð

Samstarfssamningurinn

Erindisbréf stýrihóps verkefnisins Barnvænt sveitarfélag

Innleiðingarferlið

Innleiðing Barnasáttmálans felur í sér átta skref sem miða að því að virða og uppfylla réttindi barna. Borgarbyggð hefur lokið fyrsta skrefinu en í því felst að sveitarstjórn tekur formlega, pólitíska ákvörðun um að innleiða Barnasáttmálann og stofnaður hefur verið stýrihópur verkefnisins. Stýrihópurinn ber ábyrgð á innleiðingu skrefanna átta. Ef sveitarfélagið ætlar að óska eftir formlegri viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag ber stýrihópurinn jafnframt ábyrgð á samskiptum við UNICEF.*

Unnið er markvisst af því að ljúka seinna skrefinu en í því felst að kortleggja réttindi og velferð barna í sveitarfélaginu. Kortlagningin er grunnurinn að aðgerðaáætlun sveitarfélagsins og samanstendur af spurningalistum sem lagðir eru fyrir börn og foreldra í sveitarfélaginu, tölfræðigögnum sem þegar eru til staðar um lífsskilyrði barna og svörum stýrihópsins við gátlistum barnvænna sveitarfélaga. Í kjölfarið stendur sveitarfélagið fyrir samráði með börnum og ungmennum þar sem markvisst er leitað eftir skoðunum þeirra og viðhorfum á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim og hvernig hægt sé að bæta hana og tryggja réttindi ólíkra hópa barna betur.*

 

 

 

 

*Tekið af síðu Barnvæn sveitarfélög 7. maí 2020