Fara í efni

Upplýsingasíða Borgarbyggðar vegna COVID-19

Upplýsingar á þessari síðu eru hugsaðar fyrir íbúa Borgarbyggðar og til kynningar á þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið grípur til hverju sinni. Tilkynningar um aðgerðir í samræmi við viðbragðsáætlun verða kynntar eftir þörfum og miðlað hér á vefsíðunni. 

Borgarbyggð hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum. Ein af þeim er að taka saman upplýsingar sem gætu gagnast íbúum Borgarbyggðar og miðla þeim hér á vef sveitarfélagsins.

Borgarbyggð fylgir leiðbeiningum stjórnvalda og hefur gripið til undirbúningsráðstafana í samræmi við þær. 

Borgarbyggð hvetur íbúa til að fylgja nýjustu fyrirmælum frá Embætti Landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Viðbragðsáætlun Borgarbyggðar vegna COVID-19 (4. útgáfa 31. mars 2020)


Þann 10. september s.l. boðaði ríkisstjórnin tilslakanir á samkomutakmörkunum innanlands vegna kórónuveirunnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjöldatakmarkanir fara úr 100 manns upp í 200 manns og nálægðartakmörkun verður breytt úr tveimur metrum í einn meter.

Borgarbyggð vill minna íbúa á einstaklingsbundnar smitvarnir, það er að þvo hendur, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, sótthreinsa sameiginlega snertifleti, vernda viðkvæma hópa og láta strax vita ef einkenni gera vart við sig. Helstu einkennin veirunnar eru hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í símar 1700. Heilbrigðisstarfólk mun þar ráðleggja ykkur um næstu skref.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar


Tilkynning til einstaklinga í sumarhúsum sem eru í sóttkví

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.

  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. 
  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga. 
  • Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra en verða skilyrðislaust að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.

Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita. 

Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.

Rauði kross Íslands minnir á að þeir sem eru í sóttkví, einangrun eða varnarsóttkví geta notfært sér hjálparsíma Rauða krossins 1717, ef þeir þurfa aðstoð við að fá aðföng úr verslunum, lyf eða aðrar nauðsynjar. 

Covid-19

Leiðbeiningar vegna gangna og rétta í Borgarbyggð vegna Covid-19

Landssamtök sauðfjárbænda í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta í Borgarbyggð vegna Covid-19.
Covid-19

200. fundur sveitarstjórnar haldinn hátíðlegur

Þann 13. ágúst síðastliðinn var 200. fundur sveitarstjórnar haldinn hátíðlegur í menningarhúsinu Hjálmakletti.
Covid-19

Breytt fyrirkomulag í dósamóttökunni frá og með 5. ágúst

Frá og með deginum í dag mun starfsfólk dósamóttökunnar ekki telja samdægurs, heldur þremur dögum eftir afhendingu sendinga. Þessar ráðstafanir eru gerðar í ljósi aðstæðna í samfélaginu og til þess að gæta að sóttvörnum.
Covid-19

Viðbrögð vegna hertra aðgerða – Covid 19

Í morgun ákvað ríkisstjórnin að herða aðgerðir vegna kórónuveirunnar og taka þær reglur gildi á hádegi á morgun, 31. júlí. Helstu breytingarnar eru þær að fjöldatakmarkanir fara úr 500 manns niður í 100 manns og tveggja metra reglan verður ekki lengur valkvæð heldur skylda.