Fara í efni

Upplýsingasíða Borgarbyggðar vegna COVID-19

Upplýsingar á þessari síðu eru hugsaðar fyrir íbúa Borgarbyggðar og til kynningar á þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið grípur til hverju sinni. Tilkynningar um aðgerðir í samræmi við viðbragðsáætlun verða kynntar eftir þörfum og miðlað hér á vefsíðunni. 

Borgarbyggð hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum. Ein af þeim er að taka saman upplýsingar sem gætu gagnast íbúum Borgarbyggðar og miðla þeim hér á vef sveitarfélagsins.

Borgarbyggð fylgir leiðbeiningum stjórnvalda og hefur gripið til undirbúningsráðstafana í samræmi við þær. 

Borgarbyggð hvetur íbúa til að fylgja nýjustu fyrirmælum frá Embætti Landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Viðbragðsáætlun Borgarbyggðar vegna COVID-19 (4. útgáfa 31. mars 2020)


Þann 22. maí s.l. staðfesti heilbrigðisráðherra tillögu sóttvarnalæknis að aflétta ákveðnar takmarkanir á samkomubanni eftir 25. maí sem gilda til 21. júní 2020.

Almenna breytingin felst í því að 200 manns mega koma saman í stað 50 manns áður. Þó skal ávallt gæta þess að halda tveggja metra fjarlægð milli manna.

Skólahald

 • Skólastarf verður með eðlilegum hætti í leik- og grunnskóla.
 • Starfsemi Frístundar verður með eðlilegum hætti.
 • Starfsemi Tónlistarskólans verður með eðlilegum hætti.
 • Verið er að útfæra skipulagt íþróttastarf þar sem enn verða takmarkanir á þeirri starfsemi og óheimilt er að nota inniaðstöðu eins og búningsklefa, sturtuklefa o.þ.h.

Íþróttamiðstöðvar

 • Starfsemi mun opna með takmörkunum. Sjá nánar hér.

Safnahúsið

 • Starfsemi verður með eðlilegum hætti.

Aldan

 • Starfsemi verður með eðlilegum hætti bæði í dósamóttökunni og hæfingu þó með takmörkunum þar sem nauðsynlegt er að halda tveggja metra fjarlægð og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að tryggja smitvarnir.

Félagsstarf aldraða

 • Starfsemin mun opna með takmörkunum. Opið verður frá kl. 13:00-16:00.
 • Hámarksfjöldi í hverju rými verður 20 manns.
 • Gætt verður að handþvotti, sóttvörnum og tveggja metra fjarlægðartakmarkanir virtar í hvívetna.

Athugið að ekki undir neinum kringumstæðum má koma í félagsstarfið ef einstaklingar eru í sóttkví, í einangrun, hafa verið í eingangrun vegna Covid-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift, eru með einkenni Covid- 19 (kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverki, þreyta, kviðverki, niðugangur o.fl.)

Ráðhús

 • Hefðbundin starfsemi líkt og hefur verið en áfram talið æskilegt að íbúar noti tölvupóst og síma til þess að minnka snertifleti.

Borgarbyggð vill biðja íbúa um að sofna ekki á verðinum þrátt fyrir afléttingar og hafa í huga að enn er ætlast til þess að einstaklingar virði fjarlægðarmörkin, þvo hendurnar og sótthreinsi snertifleti.

Næstu upplýsingar er að vænta í júní og þá mun liggja fyrir starfsemi stofnana fyrir sumarið.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar


Tilkynning til einstaklinga í sumarhúsum sem eru í sóttkví

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.

 • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. 
 • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga. 
 • Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra en verða skilyrðislaust að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.

Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita. 

Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.

Rauði kross Íslands minnir á að þeir sem eru í sóttkví, einangrun eða varnarsóttkví geta notfært sér hjálparsíma Rauða krossins 1717, ef þeir þurfa aðstoð við að fá aðföng úr verslunum, lyf eða aðrar nauðsynjar. 

Covid-19

Verum á varðbergi

Það hefur eflaust ekki farið framhjá landsmönnum að Covid-19 tilfellum hefur farið fjölgandi eftir að landamærin voru opnuð 15. júní s.l.
Covid-19

Fundur með fulltrúum fyrirtækja í Borgarbyggð

Mánudaginn 11. maí n.k. kl. 09:00 er fulltrúum fyrirtækja í Borgarbyggð boðið að taka þátt í samtali við Atvinnu-, markaðs og menningarmálanefnd, sveitarstjóra og byggðarráð á fjarfundi.
Covid-19

Opnunartími dósamóttöku Öldunnar verður með hefðbundnum hætti frá 4. maí n.k.

Tekið verður á móti dósum á opnunartíma dósamóttöku en vegna sóttvarna verður ekki talið fyrr en nokkrum dögum síðar.
Covid-19

Félagsstarf aldraða opnar aftur mánudaginn 4. maí

Félagsstarf aldraðra opnar aftur mánudaginn 4. maí 2020 kl. 13:00 – 16:00.