Fara í efni

Upplýsingasíða Borgarbyggðar vegna COVID-19

Upplýsingar á þessari síðu eru hugsaðar fyrir íbúa Borgarbyggðar og til kynningar á þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið grípur til hverju sinni. Tilkynningar um aðgerðir í samræmi við viðbragðsáætlun verða kynntar eftir þörfum og miðlað hér á vefsíðunni. 

Borgarbyggð hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum. Ein af þeim er að taka saman upplýsingar sem gætu gagnast íbúum Borgarbyggðar og miðla þeim hér á vef sveitarfélagsins.

Borgarbyggð fylgir leiðbeiningum stjórnvalda og hefur gripið til undirbúningsráðstafana í samræmi við þær. 

Borgarbyggð hvetur íbúa til að fylgja nýjustu fyrirmælum frá Embætti Landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Viðbragðsáætlun Borgarbyggðar vegna COVID-19 (4. útgáfa 31. mars 2020)


Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur samkomubannsins sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn 16. mars s.l. Viðburðir þar sem einstaklingar koma saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður frá og með aðfaranótt þriðjudags, 24. mars næstkomandi til 12. apríl næstkomandi.

Stofnanir sem eru lokaðar (1. apríl 2020):

  • Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
  • Íþróttamiðstöðin á Varmalandi
  • Íþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum
  • Safnahús Borgarfjarðar
  • Aldan - bæði dósamóttaka og hæfing.
  • Félagsmiðstöðin Óðal
  • Leikskólinn Klettaborg

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar


Tilkynning til einstaklinga í sumarhúsum sem eru í sóttkví

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.

  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. 
  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga. 
  • Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra en verða skilyrðislaust að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.

Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita. 

Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.

Rauði kross Íslands minnir á að þeir sem eru í sóttkví, einangrun eða varnarsóttkví geta notfært sér hjálparsíma Rauða krossins 1717, ef þeir þurfa aðstoð við að fá aðföng úr verslunum, lyf eða aðrar nauðsynjar. 

Covid-19

Frestun á gjalddögum fasteignagjalda fyrirtækja

Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. Þar var meðal annars samþykkt heimild til að fresta gjalddögum fasteignaskatts.
Menning

Safnastarfið á tímum samkomubanns

Eins og kunnugt er eru söfn landsins lokuð þessa dagana.
Covid-19

Bingó í sóttkví - kveðja frá foreldrafélögum leik- og grunnskóla

Útivist og hreyfing er öllum mikilvæg og ekki hvað síst þegar hefðbundin rútína er ekki fyrir hendi.
Covid-19

Heilræði á tímum Covid-19

Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að heilbrigði og farsæld.