Fara í efni

Upplýsingasíða Borgarbyggðar vegna COVID-19

Upplýsingar á þessari síðu eru hugsaðar fyrir íbúa Borgarbyggðar og til kynningar á þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið grípur til hverju sinni. Tilkynningar um aðgerðir í samræmi við viðbragðsáætlun verða kynntar eftir þörfum og miðlað hér á vefsíðunni. 

Borgarbyggð hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum. Ein af þeim er að taka saman upplýsingar sem gætu gagnast íbúum Borgarbyggðar og miðla þeim hér á vef sveitarfélagsins.

Borgarbyggð fylgir leiðbeiningum stjórnvalda og hefur gripið til undirbúningsráðstafana í samræmi við þær. 

Borgarbyggð hvetur íbúa til að fylgja nýjustu fyrirmælum frá Embætti Landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Í viðbragðsteymi Borgarbyggðar situr sveitarstjóri, samskiptastjóri, sviðsstjóri fjármálasviðs, sviðstjóri fjölskyldusviðs og félagsmálastjóri.

Viðbragðsáætlun Borgarbyggðar vegna COVID-19 (4. útgáfa 31. mars 2020)


Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur samkomubanns og taka þær reglur gildi á miðnætti í dag, föstudaginn 30. október.

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast nú við 10 einstaklinga, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Auk þess eru almenn nálægðarmörk áfram tveir metrar.

Áætlað er að þessar aðgerðir gilda til og með 17. nóvember.

Skólahald í leik-, grunn- og tónlistaskóla                                

 • Það verður skipulagsdagur í leik,- grunn- og tónlistarskólum mánudaginn, 2. nóvember.
 • Skólastarf í leik-, grunn- og tónlistaskólum verður með breyttu sniði, nánari upplýsingar kom á mánudaginn.

Frístund

 • Starfsemi verður með breyttu sniði. Nánari upplýsingar koma á mánudaginn.

Félagsmiðstöðin Óðal

 • Starfsemi verður með breyttu sniði. Nánari upplýsingar koma á mánudaginn.

Íþróttamiðstöðvar

 • Íþróttamiðstöðvar loka frá og með deginum í dag.

Aldan

 • Dósamóttakan og endurhæfing loka fyrir utanaðkomandi gesti frá og með deginum í dag.

Félagsþjónusta aldraða

 • Starfsemi verður með breyttu sniði. Nánari upplýsingar koma á mánudaginn.

Safnahúsið

 • Starfsemi verður með hefðbundnum hætti en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 10 einstaklinga í senn.
 • Starfsfólk mun gæta þess að sótthreinsa reglulega sameiginlega snerti fleti.

Ráðhúsið

Ráðhúsið lokar fyrir gesti. Mælst er til þess að nota þess í stað síma eða tölvupóst þurfi þeir á þjónustu eða upplýsingum að halda. Hér má sjá nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins.

Íbúar sem eiga erindi í Ráðhúsið þurfa að hringja á undan sér og panta viðtal.

Aðrar stofnanir sveitarfélagsins munu loka fyrir utanaðkomandi gesti.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að íbúar í Borgarbyggð standi saman. Þær aðgerðir sem yfirvöld kynntu í dag virka einungis ef samfélagið snýr bökum saman, sýnir samstöðu og fer eftir reglunum.

Íbúar eru hvattir til að huga að andlegri og líkamlegri heilsu á meðan á þessu ástandi stendur. Það er hægt að hreyfa sig úti í náttúrunni án náinnar snertingar við annað fólk. Til dæmis er hægt að fara í göngutúr, hlaupatúr, hjólatúr og gera heimaæfingar.

Mikilvægt er að halda reglulegu sambandi við vini og fjölskyldu. Slíkt er hægt að gera í gegnum síma og samskiptaforrit, en í dag er mögulegt að vera í lifandi samskiptum þrátt fyrir líkamlega fjarlægð.

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugast vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur um næstu skref.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Tilkynning til einstaklinga í sumarhúsum sem eru í sóttkví

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.

 • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. 
 • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga. 
 • Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra en verða skilyrðislaust að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.

Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita. 

Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.

Rauði kross Íslands minnir á að þeir sem eru í sóttkví, einangrun eða varnarsóttkví geta notfært sér hjálparsíma Rauða krossins 1717, ef þeir þurfa aðstoð við að fá aðföng úr verslunum, lyf eða aðrar nauðsynjar. 

Covid-19

Aðgerðir sem taka gildi frá og með 18. nóvember n.k. vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að draga úr samkomutakmörkunum 18. nóvember n.k.
Covid-19

Aðgerðir í Borgarbyggð sem taka gildi á miðnætti í dag 30. október vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur samkomubanns og taka þær reglur gildi á miðnætti í dag, föstudaginn 30. október.
Covid-19

Höldum hrekkjavöku heima í ár

Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott".
Covid-19

Breyttar takmarkanir vegna Covid-19

Þann 20. október tók gildi ný auglýsing sem hefur verið staðfest af heilbrigðisráðherra. Umræddar reglur gilda til og með 10. nóvember 2020.