Fara í efni

Upplýsingasíða Borgarbyggðar vegna COVID-19

Upplýsingar á þessari síðu eru hugsaðar fyrir íbúa Borgarbyggðar og til kynningar á þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið grípur til hverju sinni. Tilkynningar um aðgerðir í samræmi við viðbragðsáætlun verða kynntar eftir þörfum og miðlað hér á vefsíðunni. 

Borgarbyggð hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum. Ein af þeim er að taka saman upplýsingar sem gætu gagnast íbúum Borgarbyggðar og miðla þeim hér á vef sveitarfélagsins.

Borgarbyggð fylgir leiðbeiningum stjórnvalda og hefur gripið til undirbúningsráðstafana í samræmi við þær. 

Borgarbyggð hvetur íbúa til að fylgja nýjustu fyrirmælum frá Embætti Landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Í viðbragðsteymi Borgarbyggðar situr sveitarstjóri, samskiptastjóri, sviðsstjóri fjármálasviðs, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sviðsstjóri  stjórnsýlsu-og þjónustusviðs og deildarstjóri félagsþjónustunnar.

Viðbragðsáætlun Borgarbyggðar vegna COVID-19 (4. útgáfa 31. mars 2020)


Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að draga úr samkomutakmörkunum frá og með 15. apríl nk.

Áætlað er að þessar aðgerðir gildi til og með 6. maí nk.

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast nú við 20 einstaklinga, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Almenn nálægðarmörk eru tveir metrar.

Eftirfarandi aðgerðir taka gildi frá og með morgundeginum 15. apríl:

Skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskóla

 • Skólastarf í grunn- og tónlistarskólanum verður með áfram með breyttu sniði. Foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum.
 • Skólastarf í leikskóla verður með hefðbundnu sniði. Foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum.

Frístund

 • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði.

Félagsmiðstöðin Óðal

 • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði.

Íþróttamiðstöðvar

 • Íþróttamiðstöðvar opna með breyttu sniði en einungis er leyft 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
 • Líkamsræktarstöðin opnar á ný að uppfylltum ítarlegum skilyrðum. Hámarksfjöldi í sal eru 20 manns hverju sinni. Iðkendur eru beðnir að skrá sig í afgreiðslu og sækja sér teygju, jafnframt þarf að útskrá sig í afgreiðslu.
 • Hver tími er að hámarki 60 mínútur og viðvera hvers iðkanda í húsi er aldrei lengri en 90 mínútur.
 • Skipulagðir hóptímar í sal verða leyfð með ströngum skilyrðum. Í hverju hóp mega vera að hámarki 20 manns, á fyrirfram ákveðnum tímum sem ákveðnir eru í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðva. 

Aldan

 • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði.

Félagsstarf aldraðra

 • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 20 einstaklinga í senn.

Safnahúsið

 • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 20 einstaklinga í senn.

Ráðhúsið

 • Ráðhúsið verður áfram lokað. Öll viðtöl fara fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað nema í undantekningartilfellum. Íbúar eru beðnir um að pantað viðtal í síma 433-7100.
 • Hér má sjá nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins.
 • Minnt er á að símatími byggingarfulltrúa er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:30 – 11:30. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bygg@borgarbyggd.is

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugasta vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur með næstu skref.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem skert þjónusta kann að valda, en reynt er að halda uppi eins háu þjónustustigi og hægt er.


 

Upplýsingar um bólusetningu

Bólusetning gegn COVID-19 er hafin á Íslandi. Þau bóluefni sem notuð verða hér á landi við nýju kórónuveirunni (COVID-19) eru örugg og veita bestu mögulegu vernd gegn sjúkdómnum.

‍Bólusetning er og verður gjaldfrjáls og engin verður skyldaður í bólusetningu.

Hraði bólusetninga ræðst af því hversu mikið magn bóluefnis kemur til landsins á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að í lok mars 2021 verði komið langt með að bólusetja alla eldri en 70 ára, en í þeim hóp er um 40.000 manns.

Eins og staðan er núna þá er lögð áhersla að bólusetja aldraða, bólusetningin fer fram á hjúkrunarheimilum, sambýlum, dagdvölum og í heimahúsum (heimahjúkrun). Þeir sem ekki fá boð í bólusetningu á rafrænan hátt fá boð eftir öðrum leiðum. Það mun koma að öllum og enginn verður undanskilinn. Einnig hafa framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni verið bólusettir.

Þeir sem hafa fengið staðfest COVID-19 með PCR greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu.

Samkvæmt reglugerð nr. 1198/2020 hefur sóttvarnalæknir í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við COVID-19. Sóttvarnalækni er heimilt að víkja frá neðangreindri forgangsröðun ef nauðsynlegt er, svo sem vegna stöðu faraldursins hverju sinni eða tegund bóluefnis, en skal taka mið af þeirri forgangsröðun sem kveðið er á um í reglugerðinni. Vakin er athygli á að Heilsugæslustöðvar breyta ekki forgangsröðinni.

 Nánari upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid-19 inn á covid.is eða hér.

Upplýsingar um Covid-19 bólusetningu á auðlesnu máli


Tilkynning til einstaklinga í sumarhúsum sem eru í sóttkví

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.

 • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. 
 • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga. 
 • Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra en verða skilyrðislaust að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.

Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita. 

Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.

Rauði kross Íslands minnir á að þeir sem eru í sóttkví, einangrun eða varnarsóttkví geta notfært sér hjálparsíma Rauða krossins 1717, ef þeir þurfa aðstoð við að fá aðföng úr verslunum, lyf eða aðrar nauðsynjar. 

Covid-19

Aðgerðir sem taka í gildi frá og með 15. apríl vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að draga úr samkomutakmörkunum frá og með 15. apríl nk.
Covid-19

Aðgerðir sem taka gildi frá og með 25. mars vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur um samkomubann og taka þær reglur gildi á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. mars.
Covid-19

Ráðhúsið opnar á morgun, 25. febrúar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að draga úr samkomutakmörkunum frá og með deginum í dag, 24. febrúar.
Covid-19

Veirufrítt Vesturland

Á laugardaginn bárust þær upplýsingar frá Lögreglunni á Vesturlandi að Vesturlandi væri veirufrítt landsvæði.