Fara í efni

Smitandi öndunarfærasýking í hundum

Smitandi öndunarfærasýking í hundum

Athygli hundaeigenda er vakin á því að þessa dagana virðist smitandi öndunarfærasýking sem veldur hósta, vera að ganga meðal hunda á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hefur hafið rannsókn á því hvaða sýkingu er um að ræða og hvað veldur þessum hósta, sjá nánar í frétt MAST um málið hér.

Mikilvægt er að gæta smitvarna til að minnka líkur á smiti í heilbrigða hunda, sjá upplýsingar um smitvarnir hér. Sérstaklega er mælt með að forðast nálægð við hunda með einkenni og forðast staði þar sem margir hundar koma saman. Hundar með einkenni ættu t.d. aldrei að koma í hundagerðið í Borgarnesi og eru hundaeigendur beðnir að virða það

Að lokum er ítrekað að hundaeigendum er skylt að hirða strax upp saur eftir hunda sína, jafnt á gangstéttum, götum og á opnum svæðum og minnt er á að að skráningarskylda er á hundum og köttum í þéttbýli í Borgarbyggð.