Fara í efni

Vegna framkvæmda við Borgarbraut

Vegna framkvæmda við Borgarbraut

Fyrirhuguð færsla á akstursleið um Borgarbrautina mun tefjast um einhverja daga vegna tafa á afhendingu aðfanga. Áfram verður því ekið um hjáleið yfir Kveldúlfsvöll og Berugötu þar til að hellulögð gönguþverun yfir Borgarbraut framan við tónlistarskólann er fullfrágengin.

Fyrri upplýsingar um framkvæmdina eiga enn við frá þeim degi er breytingin verður gerð á akstursleið. Tilkynnt verður um færslu á akstursleið á heimasíðu Borgarbyggðar þegar að því kemur.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð og er það Orri Jónsson hjá EFLU sem tekur við fyrirspurnum er varðar verkið. Netfangið hjá honum er orri.jons@efla.is.