Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.
Þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur og krefjandi aðstæður í samfélaginu fer samtímalistahátíðin Plan-B Art Festival fram í Borgarnesi helgina 7. –9. ágúst, og markar árið 5 ára afmæli hátíðarinnar.
Samtök sveitarfélaga á vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni, en seinni hluti ráðstefnunnar er málþing safnafólks, starfsmenn menningarverkefna sveitarfélaganna og nefndarmenn menningarmálanefnda á Vesturlandi.